Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 57
að lög næðu ekki til allra fyrirbæra mannlegs lífs, sem undir úrlausn dómstóla kæmu. Þar að auki væri stundum vafasamt, hvernig skilja bæri tiltekið lagaákvæði og yrði oft að meta, hvernig beita skyldi því. Og skildist mannin- um þá brátt, að það gæti verið nokkur vandi að vera dóm- ari. 1 raun og veru er dómarastarfið mjög fólgið í mati. Dómari verður t. d. að meta hæfi vitnis, hvort nægileg sönnun sé fengin um tiltekna staðreynd, hversu háar bætur skuli greiða, hvort málskostnaður skuli falla niður eða hvor skuli greiða og hversu mikið, hvaða refsingu og hversu þunga skuli dæma á hendur ákærða o. s. frv. Þó að ein- hverjum sýnist slíkt mat vafasamt, þá mundi sjaldan koma til mála, að dómari færi að deila við þann mann eða aðra um slíkt mat. De gustibus non est disputandum. En stund- um er máli ekki eingöngu þannig farið. Vera má, að gagn- rýnandi sé talinn hafa alveg misskilið ummæli dómara í dómi hans, hafi skotizt yfir staðreynd, sem verulegu máli skiptir, eða hafi ekki komið auga á það eða þau sjónarmið, sem ráðið hafa úrslitum um úrlausn sakarefnis. Svo mætti vera, að gagnrýnandi hefði alveg ótvírætt mislesið eða misskilið réttarreglu, sem úrlausn er reist á, eða talið úr- lausnina reista ranglega á allt annarri réttarreglu en þeirri, sem dómarinn notaði. Þetta gæti að minnsta kosti átt sér stað um óskráðar réttarreglur. Athugasemdir af hálfu dóm- ara — að sjálfsögðu virðulegar og hóflegar — til leiðrétt- ingar slíkum misskilningi eða öðrum áðurnefndum ann- mörkum á gagnrýni þyrftu í raun og veru að koma fram, bæði til réttlætingar dómaz'a sjálfum og öðrum til leiðbein- ingar. Ef fjölskipaður dómur á hlut að máli, þá verða dóm- endur allir eða þeir, sem dómsatkvæði eiga sameiginlegt, að ráða því, hvort athugasemd eða leiðréttingu skuli gera, og hvernig hún skuli vera. En ef gagnrýni hefur beinzt að sératkvæði, þá verður það þess eða þeirra dómara, sem að því standa, að skera úr með sama hætti. Leggja verður áherzlu á það, að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu dómenda þurfa og eiga að vera hlutlægar og skýrar og 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.