Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 22
mala'ráð, sem m. a. hefur' á hendi úthlutun styrkja til
hámsmanna erlendis og ýmsa aðra ráðstöfun fjár í menn-
ingarskyni, svo og nefnd til eftirlits með opinberum sjóð-
um.
Hér er þess annars auðvitað enginn kostur að telja upp
slíkár nefndir svo tæmandi sé, og því síður að gera full-
n'ægjandi grein fyrir viðfangsefnum þeirra og starfsemi.
En þessi dæmi, sem hér hafa verið talin, bera öll vitni
þeiriú meginstefnu, sem áður var getið, að búa myndi að
einhverju leyti að baki þessum nefndakosningum. þ. e.
vilja alþingis til að tryggjá fjárstjórnar- og fjárveitingar-
vald sitt til yztu marka. Með þessari skipan er reynt að
samhæfa það vald breyttum aðstæðum. Segja má því, að
þéssár þingkjörnu stjórnarnefndir fari, að nokkru leyti
a. m. k., með störf, sem eru hluti af eðlilegu verkefni al-
þingis. Sé' þannig litið á, verður ekki talið óeðlilegt, að
nefndir þessar séu að samsetningu til í samræmi við flokka-
skipun á alþingi — sýni rétta mynd af vilja alþingis,
eiris og það er skipað á hverjum tíma. Nokkur trygging er
óneitanlega í því fólgin, að aðalflokkar þingsins eigi með
þessum hætti aðild að þessari stjórnsýslu. Með þessari
skipan ætti að vera girt fyrir pólitíska einsýni á þessum
sviðum. Eftirlitið ætti að vera öruggara, þar sem hin
eiginlega framkvæmdastjórn er ékki aðeins háð eftirliti af
hálfu samherja, heldur og pólitískra andstæðinga. Minni
hætta er á flokkslegri tortryggni. Skipulag þetta er í sjálfu
sér lýðræðislegt.
En þótt nokkrir kostir fylgi þessari skipan, og þótt nokk-
ur efiiisrök hggi til grundvallar henni, er hitt jafnvíst, að
henni fylgja vissir ókostir, sem ekki má loka augunum fyr-
ir. Þessi skipan dreifir ábyrgðinni meir en góðu hófi gegnir,
eðá ’réttara sagt, hún stofnar oft til samábyrgðar á stjórn-
aráthöfnum, hvort sem þær hafa tekizt vel eða illa. Hætt
er og við, að stjörnarframkvæmdin verði svifaseinni, þegar
fjölskipuð stjórnvöld eiga að annast hana. Þess vegna hafa
þessir stjórnarhættir verið gagnrýndir, bæði hér á landi og
16