Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 31
þetla hæfustu menn sína.1) I Noregi var svipað fyrirkomu-
lag lögleitt 1951, að því er til hernaðarsýslunar tekur.
Þingað kaus þá sérstakan eftirlitsmann með hersýslunni
(Militieombudsmann).
Ég er þeirrar skoðunar, að mjög væri athugandi, að
alþingi kysi löggæzlustjóra á borð við J. 0., þótt ég geti
ekki rökstutt það nánar nú, en vitaskuld þyrfti að sam-
hæfa verkefni hans og réttarstöðu íslenzkum staðháttum.
Hann ætti auðvitað m. a. að hafa eftirlit með embættis-
færslu og ráðsmennsku ráðherra. 1 því liggur sá grund-
vallarmunur, sem yrði á eftirliti lians og því eftirliti, sem
livert ráðuneyti hefði svo auðvitað eftir sem áður, hvert
með sinni stjórnsýslugrein.
Eðlilegt virðist, að fjárstjórnarvald alþingis verði svip-
að og nú er. Vera má, að þörf sé á raunhæfara eftirliti af
þess hálfu með fjái-meðferð í rekstri ríkis og ríkisstofn-
ana. Ég hef ekki þá þeklcingu á þeim málum, að ég treysti
mér til að staðhæfa neitt um það, hvernig því eftirliti yrði
bezt fyrir komið. Þó finnst mér eðlilegast, að það væri í
höndum endurskoðunarmanna landsreikninga, þ. e. starf
þeirra væri aukið — einn þcirra hefði t. d. endurskoðunar-
starfið að aðalstarfi — og þeirn fengið nægilegt starfslið.11)
Slíkt skipulag var tekið upp í Svíþjóð 1949 og hefur verið
fylgt síðan.11)
Að þvi er varðar hinar þingkjörnu stjórnarnefndir, þá
er fáu við að bæta það, sem áður hefur verið sagt. Svo sem
áður er tekið fram, á sú gagnrýni, sem þær hafa sætt, að
sumu leyti einnig við um stjórnskipuð ráð og nefndir. Fjöl-
skipuð stjórnvöld hafa vitaskuld bæði kosti og galla. Þau
eru yfirleitt kostnaðarsamari og þyngri í vöfum heldur en
') Sbr. Aarne Hekola i Förhandlingar á Det NiUonde Nordiska Jur-
istmötet 1952, bls. 247.
*) Sbr. Alþt. 1952, A, þingskj. nr. 661. Fskj. II.
3) Sbr. Gunnar Britth í N.A.T. 1952, bls. 363. Að visu er eftirlitið þar
einnig i höndum þingneíndar — Statsutskottet — en hún byggir at-
hugun sina á skýrslu endurskoðenda.
25