Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 27
fyrir, að þingflokkarnir eða tiltekin ta!a þingflokkanna,
t. d. þrír stærstu þingflokkarnir, skuli beinlínis tilnefna
menn í fjölskipuð stjórnarvöld, eða að fulltrúar í þau skuli
skipaðir eftir tilnefningu þingflokkanna. Sem dæmi slíks
má t. d. nefna fiskimálanefnd, rannsóknarráð ríkisins og
þjóðleikhúsráð. Á allra síðustu árum hefur þó slíkum laga-
ákvæðum farið fækkandi, enda er eðlilegra, að fulltrúarnir
séu kjörnir beint af þinginu.
Verkefni þingkjörinna stjórnvaldsnefnda er hér venju-
lega hvorttveggja í senn, eftir því sem við á, að taka
ákvarðanir almenns eðlis, eða kveða á um einstök atriði.
Hér að framan hefur því verið lýst, með hverjum hætti
alþingi hefur áhrif á meðferð fi’amkvæmdarvaldsins. Eins
og sjá má af því, sem þar hefur verið sagt, eru þessi áhrif
alþingis víðtæk, og hafa farið vaxandi. Sú þróun á vafa-
laust að nokkru rætur að rekja til breyttra þjóðfélags-
aðstæðna. Þótt hæpið sé, að jafn skýrar markalínur verði
dregnar á milli löggjafaraðila og framkvæmdarvalds, eins
og menn hafa stundum áður viljað vera láta, er víst, að
þróun þessara mála hér er orðin mikið umhugsunarefni.
Samkvæmt framansögðu byggjast áhrif alþingis á stjórn-
arframkvæmd einkum á eftirtöldum atriðum: Lagasetn-
ingunni, þingræðisreglunni, viljayfirlýsingum í formi
þingsályktana, fjárstjórnarvaldinu og kosningu ýmissa
stjórnarnefnda. Hér að framan hefur verið dvalið einna
lengst við síðasttalda atriðið, ekki af því, að það sé veiga-
mest, heldur af hinu, að það fyrirkomulag hefur einkum
sætt gagnrýni manna.
Vafalaust vaknar sú spurning hjá mörgum, hvortsú skip-
an, sem lýst hefur verið, sé æskileg, eða hvort breytinga sé
þörf. Þeirri spurningu er ekki auðsvarað, sízt í fljótu
bragði. Tíminn leyfir hins vegar ekki langt mál um það
efni. Verður því aðeins drepið á fáein atriði varðandi þá
aðal áhrifahætti, sem nefndir voru.
Eins og áður er vikið að, munu flestir telja sjálfsagt,
að þjóðfulltrúasamkoman — alþingi — sé aðallöggjafar-
21