Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 62
ég hræddur um, að krafan um könnun málsskjala mundi
eins oft verða efni til réttmætrar gagnrýni, sem annars
hefði ekki komið fram, og hún yrði dómstólum til verndar
gegn óréttmætri gagnrýni.
Sú krafa, að fullkomin ró eigi að ríkja um dómstólana,
einkum æðsta dómstólinn, svo að jafnvel ætti hann að vera
sacro-scinctus, eins og ábyrgðarlaus þjóðhöfðingi, hefur
vitaskuld nokkuð til síns máls. En í lögskipun vorri hefur
slík krafa ckki verið viðurkennd. Sómasamleg gagnrýni á
hverjum ábyrgum, opinberum starfsmanni, æðri sem lægri,
má víst teljast liafa stoð í grundvallarreglum réttar vors.
Löggjafinn virðist ekki út af fyrir sig vera hræddur við
gagnrýni á úrlausnum dómstóla, með því að hann býður
beinlínis, að sératkvæði dómenda í hæstarétti skuli birta.
Sératkvæði fela þó oft raunverulega í sér gagngera gagn-
rýni á dómsúrlausn rneiri hluta dómendanna.
Þegnum þjóðfélagsins er skylt að halda dómendur sína,
og sérstaklega dómendur æðsta dómstólsins, í heiðri og
hvcrgi veikja traust almennings á þeirn að ófyrirsynju.
Iíins vegar er málfrelsi og ritfrelsi viðurkennt og verndað
að lögum, og allir þcgnar þjóðfélagsins hafa því rétt til
hófsamlcgra athugasemda í ræðu og riti um athafnir opin-
berra starfsmanna. En vandfarið er með það freisi.
E. A.
56