Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Blaðsíða 25
sinni að stjórnsýslunni og eftirliti með framkvæmdar-
valdinu þannig, að virk stjórnarframkvæmd sé ekki tor-
velduð.
Um kosningu þessara þingkjörnu stjórnarnefnda er
þess að geta, að það er alla jafna óbundið í viðeigandi lög-
um, hvort fulltrúar í nefndum þessum skuli vera alþingis-
menn eða ekki. Fer það eftir atvikum, hvort heldur er, en í
reyndinni er það tíðara, að ráðsmenn þessir eða nefndar-
menn séu utanþingsmenn. Er það önnur regla en í Dan-
mörku gildir um hliðstæða aðila. 1 Noregi sýnist reglan
aftur á móti vera sú sama og hér, þ. e. að kjörið sé að jafn-
aði ekki bundið við þingmenn.1)
Þegar alþingi velur utanþingsmenn að trúnaðarmönn-
um sínum, er Ijóst að því fylgir það óhagræði, að þeir geta
ekki verið til staðar í þinginu til að gefa upplýsingar og
svara til sakar, ef því er að skipta. Á hinn bóginn er á það
að líta, að alþingismenn eru margir störfum hlaðnir fyrir,
og verður þá að hafa í huga, hversu fáum þingmönnum
hver þingflokkur hefur á að skipa; að hægara er að velja
kunnáttumenn á hverju sviði til þessara starfa, ef kosn-
ingin er eigi bundin við alþingismenn, og að þeir, sem í
nefndirnar eru valdir, verða trúnaðarmenn flokkanna,
enda oft miðstjórnarmenn eða með öðrum hætti nátengdir
flokksstarfseminni. Standa þeir því flokkum sínum reikn-
ingsskil gerða sinna, hvort sem þeir eru alþingismenn eða
ekki. Miðað við íslenzka staðháttu, myndi það því ekki
verða til bóta að binda þessi störf við alþingismenn.
Þess má geta, að frumkvæði að þingkjöri sumra stjórn-
arnefnda hefur í sumum tilfellum komið frá alþingi sjálfu.
Slíkt átti sér t. d. stað um tryggingarráð, raforkuráð og ný-
býlastjórn. 1 frumvarpinu var gert ráð fyrir stjórnarskip-
un eða beinni tilnefningu af hálfu stjórnmálaflokkanna.
Enda þótt áðurgreind ástæða, þ. e. ósk alþingis um að
hafa hönd 1 bagga með, eða eftirlit með fjármeðferð þess
J) Sjá áCurnefndar umræOur á þinginu 1952 í N.A.T. 1952.
19