Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 57
að lög næðu ekki til allra fyrirbæra mannlegs lífs, sem undir úrlausn dómstóla kæmu. Þar að auki væri stundum vafasamt, hvernig skilja bæri tiltekið lagaákvæði og yrði oft að meta, hvernig beita skyldi því. Og skildist mannin- um þá brátt, að það gæti verið nokkur vandi að vera dóm- ari. 1 raun og veru er dómarastarfið mjög fólgið í mati. Dómari verður t. d. að meta hæfi vitnis, hvort nægileg sönnun sé fengin um tiltekna staðreynd, hversu háar bætur skuli greiða, hvort málskostnaður skuli falla niður eða hvor skuli greiða og hversu mikið, hvaða refsingu og hversu þunga skuli dæma á hendur ákærða o. s. frv. Þó að ein- hverjum sýnist slíkt mat vafasamt, þá mundi sjaldan koma til mála, að dómari færi að deila við þann mann eða aðra um slíkt mat. De gustibus non est disputandum. En stund- um er máli ekki eingöngu þannig farið. Vera má, að gagn- rýnandi sé talinn hafa alveg misskilið ummæli dómara í dómi hans, hafi skotizt yfir staðreynd, sem verulegu máli skiptir, eða hafi ekki komið auga á það eða þau sjónarmið, sem ráðið hafa úrslitum um úrlausn sakarefnis. Svo mætti vera, að gagnrýnandi hefði alveg ótvírætt mislesið eða misskilið réttarreglu, sem úrlausn er reist á, eða talið úr- lausnina reista ranglega á allt annarri réttarreglu en þeirri, sem dómarinn notaði. Þetta gæti að minnsta kosti átt sér stað um óskráðar réttarreglur. Athugasemdir af hálfu dóm- ara — að sjálfsögðu virðulegar og hóflegar — til leiðrétt- ingar slíkum misskilningi eða öðrum áðurnefndum ann- mörkum á gagnrýni þyrftu í raun og veru að koma fram, bæði til réttlætingar dómaz'a sjálfum og öðrum til leiðbein- ingar. Ef fjölskipaður dómur á hlut að máli, þá verða dóm- endur allir eða þeir, sem dómsatkvæði eiga sameiginlegt, að ráða því, hvort athugasemd eða leiðréttingu skuli gera, og hvernig hún skuli vera. En ef gagnrýni hefur beinzt að sératkvæði, þá verður það þess eða þeirra dómara, sem að því standa, að skera úr með sama hætti. Leggja verður áherzlu á það, að leiðréttingar og athugasemdir af hálfu dómenda þurfa og eiga að vera hlutlægar og skýrar og 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.