Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 8
inu ekki ofviða. Þá eiga heima í því fregnir af aðgerðum dómstóla landsins, af setningu mikilvægra laga og af að- gerðum framkvæmdavaldsins um framkvæmd laga, t. d, skattstjórnvalds o. s. frv. Þá eiga heima í tímaritinu grein- argerðir um lögfræðirit, sem út koma hér eftirleiðis, eink- um þau er ritstjórn þess kunna að véí’ða send, minningar dáinna lagamanna, sem að hefur kveðið í starfi þeirra eða þjóðfélagsmálum annars. Rökræður um lagasetningu og lagaskýring á auðvitað að veita rúm í tímaritinu, ef þær fullnægja sjálfsögðum skilyrðum uih efni og búning, enda er ritinu ætlað að verða laust við áróður flokkspóli- tísks eðlis. Loks eru fregnif, sem sérstaklega varða félags- skap lögfræðinga og laganema, lagakennslu og lagapróf. Það er mér auðvitað ofra'un að greina nákvæmlega allt það, sem tímaritinu hæfir, en hér hefur verið reynt að draga aðalmarkalínur um efni þess.“ Þessi orð get ég gert að mínum. Mér er auk þess hug- leikið, að ritið verði nokkur tengiliður.milli erlendrar lög- fræði og innlendrar og stándi jafn föstum fótum í sög- unni og nútímanum. Um efni þessa heftis skal þess getið, að fyrrv. ritstjóri he’fur aflað þess að mestu leyti. TheocLór B. Líndal. 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.