Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 12
því minna svigrúm og frjálsræði hefur stjórnvaldið við
framkvæmd þeirra laga. I-Iér skal það eitt sagt, að íslenzk
löggjöf verður almennt ekki talin binda hendur fram-
kvæmdarvaldsins óeðlilega. Hins eru frekar dæmi, að lög-
gjöf um mikilvæg stjórnarmálefni hafi stundum verið
helzti snöggsoðin, og ekki eins skilmerkileg sem skyldi.
Skal hér aðeins nefnt eitt nýlegt dæmi, — löggjöfin um
stóreignaskattinn — sbr. 12.—15. gr. 1. 22/1950, um geng-
isskráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðsiu-
gjöld o. fl.
Um þennan þátt málsins skal annars eigi fjölyrt hér
frekar, því að hvort tveggja er, að þeir, scm gagnrýna
aukin afskipti alþingis af stjórnarframkvæmdum, munu
ekki hafa þetta atriði í huga, og að sú grundvallarþýð-
ing, sem löggjöfin hlýtur að hafa fyrir stjórnsýsluna,
er augljós og þarfnast hvorki rökstuðnings né skýringa.
Hitt er og einsætt, að fyrir stjórnvöldin skiptir það miklu,
að lagasmíðin sé vönduð og vel úr garði gerð. Þegar lög eru
samin þarf að hafa framkvæmd þeirra í huga. Líklega
hefði löggjöf oft getað verið skynsamlegri og raunsannari,
ef leitað hefði verið ráða hjá viðkomandi embættismönnum
eða sýslunarmönnum, áður en frá henni var gengið. Að
því efni mun verða vikið síðar.
Að löggjafarstarfinu slepptu, byggjast áhrif alþingis á
ríkisstjórnina og stjórnarframkvæmdir almennt á þing-
ræðisreglunni, sem styðst hér við venju, en hefur auk þess
stoð í stjórnarskránni. 1 þingræðisreglunni felst, að ráð-
herrar þurfa að liafa traust eða a. m. k. hlutleysi meiri
hluta þings. Ríkisstjórn er skylt að segja af sér, er alþingi
hefur samþykkt vantraust á hana, enda neyti hún ekki
þingrofsheimildar. Til tryggingar þingræðisreglunni og
rétti þingsins til að krefja ríkisstjórnina reikningsskila og
ábyrgðar eru einnig ýmis ákvæði í stjórnarskránni, svo
sem um ákæruvald alþingis á hendur ráðherrum, um rétt
alþingis til að kjósa rannsóknarnefndir, um heimild þing-
manna til að bera fram fyrirspurnir til ráðherra og um
6