Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 18
Þingkjörnar nefndir, sem ætlað' er að starfa á sviði
stjórnsýslunnar — svo sem stjórnarnefndir og sjóðs-
stjórnir — eru víðar en á Islandi. Slíkar nefndir tíðkast
t. d. bæði í Danmörku og í Noregi.* 1) Aftur á móti þekkjast
vart slíkar þingkjörnar nefndir í Svíþjóð eða Finnlandi.2)
Venjulegar þingnefndir skipta að sjálfsögðu yfirleitt
ekki máli í þessu sambandi. Þær hafa aðeins til athugunar
lagafrumvörp og önnur innanþingsmál. Þó hefur ein slík
þingnefnd algera sérstöðu, og er ástæða til að minna á
hana hér. Það er utanríkismálanefnd. Hún er 7 manna
nefnd, sem kosin er af sameinuðu þingi. Til hennar skal
vísa utanríkismálum. Utanríkisnefnd kýs úr sínum hópi
3 menn til ráðuneytis ríkisstjórninni um utanríkismál,
enda skal stjórnin ávallt bera undir þá slík mál, jafnt milli
þinga sem um þingtímann. Utanríkismálanefnd eða undir-
nefnd hennar fær þannig eigi aðeins til athugunar mál, sem
heyra undir formlegar aðgerðir þingsins, heldur og utan-
ríkismál almennt. Áður kaus utanríkismálanefnd eigi
undinefnd, en nefndin í heild hafði þá það hlutverk, sem
undirnefndinni er ætlað nú. Ekki er gert ráð fyrir því, að
aðrar þingnefndir starfi utan þingtímans. Slíkt er þó ekki
bannað í stjórnarskránni, svo sem áður var. Það hefur
aðeins komið fyrir, að fjárveitinganefnd hafi byrjað slík
störf, áður en þing kom saman. En það er þó alger undan-
tekning. Komið hefur og fyrir, að umfram fjárgreiðslur
hafa verið bornar undir fjárveitinganefnd, áður en þær
voru af hendi inntar. Mér er þó tjáð, að slíkt sé sjaldgæft,
enda mun það ekki hafa komið til nema um þingtímann,
þegar fjárveitinganefnd hefur verið að starfi. Að megin-
stefnu til eru því störf fjárveitinganefndar hér ekki frá-
brugðin störfum annarra þingnefnda. Hitt er annað mál,
J) Sbr. umræðurnar á 10. fundi norrænna embættismannasambands-
ins i Helsingfors 1952 i 3.—1. h. Nordisk Adminstrativt Tidsskrift
IN.A.T.) 1952, bls. 302—375, sbr. t. d. bls. 302—344 og 353.
2) Sbr. Gunnar Britth i áður nefndu riti, bls. 365 og L. H. J. Tammio
i sama riti. bls. 367, svo og Kaarlo Kaira, bls. 372.
12