Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 23
é
erlendis.* 1) 1 raun og veru virðist þó þessi gagnrýni ekki
beinast aðeins að þingkjörnum ráðum og nefndum, heldur
að nefndum og fjölskipuðum stjórnvöldum yfirleitt, þar
sem gert er ráð fyrir mannaskiptum öðru hvoru í samræmi
við breytt pólitísk viðhorf. En þá er farið að nálgast aðra
spurningu, — spurninguna um stjórnsýslu og pólitík, þ. e.
að hve miklu leyti eiga pólitísk áhrif að koma til greina á
sviði stjórnsýslunnar. Þeirri spurningu verður ekki svarað
hér.
Ég er þeirrar skoðunar, að aðild alþingis að stjórnsýslu
með framangreindum hætti geti verið eðlileg innan vissra
marka, en aðeins innan vissra marka. Slík stjórnsýslu-
aðild getur verið eðlileg til fullnustu fjárstjórnarvaldi al-
þingis. Það verður að vera mark hennar. Jafnframt verður
henni að vera þannig fyrir komið, að annmarka fyrir-
komulagsins gæti sem minnst. Það er engan veginn sama,
hvernig þessari aðild alþingis að stjórnsýslunni er fyrir
komið. Mig langar í því sambandi til að rif ja upp eitt dæmi
frá liðnum árum.
Árið 1935 voru hér sett lög um eftirlit með opinberum
rekstri, 1. nr. 31/1935. 1 lögum þessum var mælt svo fyrir,
að fyrirtækjum þeim, sem ríkið hafði sett á fót til þess að
annast sérstök samgöngumál, verzlunarmál, verklegar
framkvæmdir ásamt verksmiðjustörfum, skyldi skipt í
þrjá flokka eftir eðli þeirra og viðfangsefnum. — 1 fyrsta
flokki áttu að vera póstmálakerfið, landssíminn, ríkisút-
varpið ög skipaútgerð ríkisins. — 1 öðrum flokki áttu að
vera tóbakseinkasala ríkisins, áfengisverzlun ríkisins,
viðtækjaverzlun ríkisins og áburðarsala ríkisins. — 1
þriðja flokki skyldu vera skrifstofa vegamálastjóra, skrif-
stofa vitamálastjóra, skrifstofa húsameistara ríkisins,
ríkisprentsmiðjan og landssmiðjan. Jafnframt var mælt
svo fyrir, að ef ríkið setti á fót fleiri stofnanir til þess að
!) Sbr. t. d. umræður á fundi norrænna embættismannasambandsins
1 Kaupmannahöfn, 1925, er birtar eru í N.A.T. 1925, bjs. 217—277.
17