Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Síða 28
aðilinn, og leggi þar með grundvöllinn að meðfei'ð fram-
kvæmdarvaldsins. Hitt er annað mál, að okkur, sem við
lög og lagaframkvæmd sýslum, þætti stundum æskilegt, að
löggjöfin, sem alþingi lætur frá sér fara, væri nokkuð
vandaðri. Stjórnarskrárákvæði og þingsköp eiga að vísu
að tryggja rækilega meðferð lagafrumvarpa, bæði með því
að lögbjóða um þau þrjár umræður í hvorri deild og at-
hugun í þingnefnd miili umræðna. En þetta hrekkur ekki
ætíð til. Að vísu eru frumvörp að lögum, einkanlega stjórn-
arfrumvörp, oft rækilega undirbúin, enda eru þau oft sam-
in af kunnáttumönnum í viðkomandi ráðuneyti eða af sér-
stökum nefndum. Vansmíð á lögum á stundum rætur að
rekja til þess, að lögin hafa með allskonar afbrigðum verið
keyrð í gegn um þingið á skömmum tíma. Ekki er þó
ástæðan ávallt sú.* 1) En spurningin er, með hverjum hætti
hægt sé að bæta löggjafakstarfið. Ymis ráð eru hugsanleg.
Þegar mál þessi voru rædd á 3. norræna embættismanna-
fundinum í Kaupmannahöfn 1925, var stungið upp á því,
að starfsmenn eða kunnáttumenn úr viðkomandi stjórnar-
deildum skyldu eiga sæti í þeim þingnefndum, sem frum-
vörpu fengju til athugunar, eða skyldu vera starfsmenn
slíkra þingnefnda.1) Átti þessi hugmynd rætur að rekja
til þýzkrar fyrirmyndar. Sjálfsagt gæti slík samvinna milli
þingnefnda og stjórnvalda orðið að ýmsu leyti til góðs.
Það mun raunar tíðkast nokkuð hér, að þingnefndir leiti
álits viðkomandi embættismanna, en í þeim efnum ríkir
þó algert handahóf. Ég skal engu spá um, hvernig slík föst
lögboðin samvinna þessara aðila myndi gefast hér. En mér
finnst, að þessu megi gjarna hreyfa til athugunar.
Þá væri hugsanlegt að setja hér á stofn lagaráð eftir
sænskri fyrirmynd eða sérstaka lagaskrifstofu samkvæmt
fordæmi Norðmanna, er verið gæti með í ráðum við undir-
J) Nokkur dœmi um stórfellda vansmið laga nefnir dr. Björn Þórðar-
son i bók sinni Alþingi og konungsvaldið, bis. 141—143.
l) Sbr. Aage Snks 1 N.A.T. 1025, bls. 238.
22