Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 30
hvert ráðuneyti. Skyldi liver nefnd liafa eftirlit með við- komandi ráðuneyti og vera með í ráðum um stjórnarfram- kvæmdir.1) Sú hugmynd er ekki að öllu óskyld þeirri, sem lá til grundvallar gömlu rekstrarráðunum hér frá 1935, og áður hefur verið minnzt á. Iiæpið er, að slík skipun reyndist hér hallkvæm, m. a. er hætt við, að hún myndi tefja stjórnarframkvæmdir og dreifa ábyrgðinni um of. Þó er þetta hugmynd, sem er þess verð, að hún sé íhuguð. Ég hef miklu fremur augastað á svipuðu fyrirkomulagi og er í Svíþjóð. Þar kýs þingið sérstakan embættismann, svokallaðan Justiteombudsmann (J. 0.), til fjögurra ára í senn. Hlutverk þessa embættismanns, sem er eins konar trúnaðarmaður þingsins, er m. a. að hafa eftirlit með þvi, hversu lögunum er beitt í framkvæmd af stjórnvöldum og dómstólum (,,hava tillsyn á lagarnas tillámpning av domare och ámbetsmán"). Þótt J. 0. sé að vissu leyti trúnaðar- maður þingsins, og það setji honum starfsreglur, er liann sjálfstæður embættismaður, og tekur ekki við neinum fyrir- mælum frá þinginu. J. 0. hefur eftirlit með embættisfærslu almennt og getur fundið að og leiðbeint, en getur hins vegar ekki gefið embættismönnum bindandi fyrirmæli, og því síður refsað þeim. Telji hann embættismenn eða aðra sýsl- unarmenn hafa gerzt brotlega, verður hann að sækja þá til sakar fyrir dómstólum. Þess er annars eigi kostur hér að gera nánari grein fyrir starfi eða réttarstöðu J. 0. Þess má aðeins geta, að sænskir fræðimenn virðast yfirleitt telja að þesði skipan hafi gefizt vel. Talið er, að til starfsins hafi jafnan verið valdir færustu og reyndustu lögfræðingar, án tillits til pólitískra skoðana.2) Þess má og geta, að í Finnlandi hefur þingið kosið slíkan J. 0. síðan 1918. Þar hefur kosning hans orðið pólitísk, a. m. k. á síðari árum, en viðurkennt er, að flokkarnir hafi reynt að velja í embætti 1) Ilvorfor Denækrati, bls. 333. 2) Sjá Herlitz í N.A.T. 1950, bls. 95 og Joh. Andenæs í Forhnndl. á det Nittonde nordiske Juristmöte, 1952, Bil. VI, bls. 52. 24 j

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.