Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 32
einmenningsstjórnarvöld. Á hinn bóginn verður að telja, að réttaröryggi einstaklingsins sé að jafnaði betur borgið í höndum fjölskipaðra stjórnvalda. Hvort á þá að meta meir? 1 því efni verður að fara eftir atvikum og öllum að- stæðum. Á sumum sviðum verður að telja fjölskipuð stjórn- völd heppilegri, en á öðrum sviðum henta einmennings stjórnvöld betur. Alla jafna er reiknað með því, að fjölskipuð stjórnvöld, og þá fyrst og fremst þingkjörnar stjórnarnefndir, séu pólitískt samsettar. Af því er síðan ályktað, að málsmeð- ferð þeirra hljóti að verða lituð af pólitík. Sú ályktun hefur því miður við rök að styðjast. En því er verr, að einmenn- ings stjórnvöld eru oft ekki laus við pólitík heldur, og hjá þeim er um einhliða stjórnmálastefnu að ræða, þ. e. þar koma sjónarmið eins flokks til greina. Þetta verður að hafa í huga, þegar metið er hallkvæmi fjölskipaðra stjórn- valda. En það er óefað rétt, að embættismenn og aðrir fastir sýslunarmenn eru yfirleitt hlutlægari en atvinnu-stjórn- málamenn, sem starfa e. t. v. að stjórnsýslunni aðeins um stundarsakir. Mótbárurnar gegn þingkjörnum stjórnarnefndum eru annars venjulega þessar: að með því skipulagi sé ábyrgð- inni dreift um of; að nefndirnar hafi yfirleitt minni kunn- áttu á stjórnmálefnum en sérmenntaðir embættismenn og að þær séu, eins og þá reyndar líka þingræðisreglan, and- stæðar valdgreiningarlcenningunni. Fyrsta mótbáran hefur mikið til síns máls. önnur mót- báran hefur einnig við talsverð rök að styðjast. En þó getur stundum verið nokkurs virði, að leikmenn eigi hlut að stjórnsýslunni. Upp úr þeirri þriðju er hins vegar ekki mikið leggjandi. Valdgreiningarkenningin er eins og hver önnur kennisetning. Hún er grundvallarregla, sem fylgja ber í meginatriðum, en hana verður jafnframt að laga eftir staðháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Greinileg verkaskipting milli löggjafaraðila og framkvæmdarvalds er að Vísu mikils virði. En sundurgreining ríkisvaldsins 26

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.