Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 34
Helgi Tómassön:
Geðheilbrigðirannsóknir.
Erindi flutt í Sa.kf ræðingafélagi Islands 26. sept. 1953.
Háttvirtu áheyrendur.
Dómarar og aðrir lögfræðingar geta oft haft ástæðu til
þess að efast um geðheilbrigði ákærða eða ákæranda, hvort
sem um allsherjarréttarmál eða einkaréttarmál er að ræða.
Langoftast hefur þetta hér á landi verið í refsiréttar-
málum, og þá grunurinn jafnan verið um geðheilbrigði
sakbornings.
1 erindi mínu mun ég því svo að segja eingöngu fjalla
um geðheilbrigði í sambandi við brot gegn refsirétti.
Ég mun fyrst gera í fáum orðum grein fyrir afstöðu
geðlæknisins og nokkrum læknisfræðilegum staðreyndum,
sem hún byggist á. Þar næst leyfi ég mér að rifja upp
nokkur atriði úr refsirétti, þar sem geðheilbrigði sak-
bornings skiptir verulegu máli.
Og loks mun ég gera grein fyrir framkvæmd, fjölda og
niðurstöðum geðheilbrigðirannsókiia, eins og þær hafa
tíðkazt hér undanfarin ár.
Refsiréttur er sá þáttur laga, sem fjallar um brot
manna gegn almennings- og einkarétti. Eins og gefur að
skilja, fer matið á slíkum brotum verulega eftir því,
hver í hlut á, einkum og sér í lagi ef um er að ræða óvita
eða geðveika, hvort heldur sem um er að ræða að þeir fremji
brotið eða brot sé framið gegn þeim.
„Líffræðilega er þjóðfélagið aðlögunarfyrirbrigði, ein-
staklingarnir verða að laga sig nokkuð hver eftir öðrum
í þágu heildarinnar og þar með þeirra sjálfra. Þeir þurfa
28