Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 38
um, hve oft andleg afbrigði virðist verða völd að lagabrot- um, var að rannsaka geðheilbrigði fanga. Allaií þær rannsóknir benda til þess, að wna-glæpamenn séu að heita má allir eitthvað psykisk abnorm, og aörir afbrotamenn oft líka. Margar rannsóknir í Danmörku, Þýzkalandi, Italíu, Bretlandi og fleiri löndum telja 30— 60% allra fanga ekki geðheila. Fávitaháttur er mjög tíður, geðveiki er mun tíðari en meðal almennings, en einkum er geðveila alls konar afar algeng, sums staðar talin um og yfir 50%. Þótt ekki sé til neinn sérstakur geðsjúkdómur, sem glæp- semin sé aðaleinkenni við, og þótt glæpir þeir, sem geð- veikir fremja, séu yfirleitt hinir sömu og geðheilir gera, þá vekja samt vissir glæpir mjög oft grun um geðveiki hjá þeim, sem þá fremja. En það eru einkum öll hryðjuverk, morð og íkveikjur, og aðrar skemmdir, misþyrmingar og kynferðisglæpir, sem hér koma til greina. Alveg sérkennileg einkenni fyrir afbrot geðveikra eru ekki til. En þó getur tegund glæpsins vakið grun um geð- veiki, enn fremur það, hvernig hann er framinn, og loks getur það gagnvart hverjum hann er framinn vakið grun um geðveiki. Sumir geðveikir og fávitar eru oft, að því er virðist, mjög „útsmognir" í gerðum sínum. Oftar virðast þó glæpir þeirra eins konar skyndibrögð, óundirbúnir, illa eða rang- hugsaðir, klaufalega eða kjánalega framdir. Einkum er þetta títt hjá sljófguðum sjúklingum, fyrir elli eða sjúk- dóma sakir, svo og hjá fávitum. Einnig hjá sjúklingum í þokuvitundarástandi vegna flogaveiki, áfengisnautnar eða ofsalegra geðbrigða. Gagnvart hverjum glæpurinn er framinn er oft nóg til þess að vekja grun dómarans um geðveiki, t. d. nauðgunartilraunir við háaldraðar konur eða ung börn, árásir á alsaklausa menn, morð á eiginkonu, eiginmanni eða börnum. En þó að bæði tegund glæpsins, hvernig hann er framinn, og gegn hverjum, geti allt orðið til þess að vekja grun 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.