Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 40
tímabili er þessum sjúklingum því hætt til að gerast
brotlegir við lög. Eftir að sjúkdómurinn er orðinn ölium
augljós, er það aftur á móti sjaldgæfara.
(Til hinna eiginlegu geðsjúkdóma teljast og alkóhólismi,
morfinismi, sefasýki og flogaveiki).
Það er verksvið geðlækna að hafa með þessa sjúklinga
að gera, og því liljóta geðlæknar að hafa meira og minna
að gera með menn, sem hafa gerzt brotlegir við lög.
Ég hef minnzt nokkuð á glæpsemi og geðveiki frá læknis-
fræðilegu sjónarmiði, en skal svo leyfa mér að fara nokkr-
um orðum um það frá lagalegu sjónarmiði. Allt fi'á dögum
Rómverjra er talið, að beri að láta þau verk óátalin, sem fram-
in eru af furiosi, eða börnum undir 7 ára, því að „nullum
habent intellectum". Enn þann dag í dag gildir sú regla, að
börn undir 7 ára aldri teljast ekki sakhæf að neinu leyti.
Snemma á öldum var þetta orðað þannig almennt: Að sá, sem
ekki veit, hvað hann gerir, er óábyrgur gerða sinna. Undir
þetta féllu mörg verk hinna geðveiku. Þau voru ekki talin
geta hlýtt mannanna lögum, frelíar en verk dýra. Þau voru
skoðuðeins oghver önnur náttúrufyrirbrigðþsvipaðþvísem
steinn félli til jarðar, og væri ekki hægt að kenna stein-
inum um það. Með vaxandi skilningi á þroska barnsins og
hins uppvaxandi manns smábreyttist þetta. Allt fram á
seinni hluta síðustu aldar var 10 ára barn talið fullábyrgt
gerða sinna, en nú hefur þetta smábreytzt, þannig að í
hegningarlögum okkar er svo ákveðið, að ekki sé hægt að
refsa manni fyrir verknað, sem hann hefur framið áður
en hann varð 15 ára gamall. Á hinn bóginn er eins og
kunnugt er hægt fyrir barnaverndarnefndir að ráðstafa
yngri börnum á uppeldislega hentugri staði heldur en þau
kunna að vera í, ef útlit virðist vera fyrir, að t. d. sé um
byrjandi glæpatilhneigingu að ræða hjá þeim.
Vegna þess að við trúum því, að umhverfi og aðbúð megi
sín svo mikils í því að kenna mönnum réttar umgengnis-
venjur þjóðfélagsins, þá er valdsvið barnaverndarnefnd-
34