Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 41
anna hér á landi fært upp lil 18 ára aldurs, til þess, ef þurí'a þykir, að ráðstafa afbrotasömum unglingum á annan liátt en dómsvaldið myndi ákveða samkvæmt hegningarlög- unum. Er þetta í samræmi við löggjöf nágrannalanda vorra og virðist eiga við nokkur sálfræðileg rölc að styðjast. En framlcvæmd þessa atriSis skiptir þó alvecj mejinmáli. Fyrsta skilyrðið er, að ítarleg félagsleg og sálsýkisfræðileg rannsókn fari fram á ungmenninu og umhverfi þess frá fyrstu barnæsku. Því að allt til frumbernsku rekja menn nú oft rætur misvægis í tilfinninga- og viljalífi. Slík rannsókn verður aðeins gerð fullnægjandi af vel menntuðum geð- lækni og lífsreyndum, og manni, sem sjálfur hefur átt eða alið upp börn frá æsku þeirra. — Ég skýt því hér inn í að svo virðist, sem nauðsynlegt væri að ákveða það bein- línis í lögum, að í barnaverndarnefndum (og barnaverndar- ráði) skyldi aðeins eiga sæti fólk, sem sjálft hefði átt eða alið upp börn, sem hefðu sýnt sig að vera sæmilega ágalla- laus fram yfir t. d. 25 ára aldur. — Á meðan barnaverndar- nefndir eiga ekki völ á fullkominni rannsókn á ungmenn- um, sem þær eiga að ráðstafa, verður það alltaf hæpið, hversu gefst framkvæmd á þessu atriði. 1 16. gr. hegningarlaganna er svo tekið til orða: ,,Nú var maður sá, sem verkið vann andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, og skal honum þá refsað fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum, og eftir að læknisum- sagnar hefur verið leitað, að refsing gæti borið árangur," m. ö. o., að manninum skal ekki refsað eftir þessari grein, ef læknisumsögn gengur út á það, að kvillinn hafi verið þess eðlis, að refsing geti ekki borið árangur, (hæstaréttar- dómari einn lítur þó svo á, að dómarinn sé lagalega ekki bundinn við að fara eftir niðurstöðum læknisins). 1 17. gr. er beint tekið fram, að þótt brot hafi verið framið í ölæði eða undir áhrifum annarra nautnalyfja, þá skuli beita refsingu. Hafi verið um fullkomið rænuleysi að 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.