Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 42
ræða, skal þó ekki refsað, neraa sakborningur 'hafi fyrir- fram vitað um, eða hafi haft fullkomna ástæðu til að ætla, að hann mundi fremja brotið meðan á áhrifunum stæði, eða að það mundi leiða af þessu ástandi hans. Ástæðan fyrir því, að þessi sérstaka grein er sérstaklega tekin mun vera sú, hve tíð ölvunarbrot eru og mönnum talið það til sjálfskaparvítis að drekka sig út úr. Þar sem sú skoðun er nú orðin ríkjandi, að áfengiseitrun, hvort heldur er bráð eða kronisk, sé sjúkdómur, eins og hver önnur eitrun, hafa verið sett lög hér á landi um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, þó að framkvæmd þeirra hafi enn tafizt. 1 öllum þessum tilfellum er spurt um sakhæfi viðkom- andi afbrotamanna. Það, sem fyrst kemur til greina fyrir lækninn, er að gera sér ljóst: a) hvort maðurinn fyrst og fremst sé eða hafi verið haldinn einhverjum ákveðnum geðsjúkdómi, er hann framdi brotið. Hafi svo verið, þá hvort verknaðurinn teljist eðlileg afleiðing af geðveikinni, og ef svo er, þá mun maðurinn sýknaður. En teljist brotið ekki eðlileg afleiðing af geðveikinni, þá kemur til álita hvort að refsingu muni eiga við. Er það t. d. svo í þeim tilfellum, þar sem geðveikur maður drekkur sig út úr og fremur lögbrot þar af leiðandi. b) Hafi ekki verið um ákveðinn geðsjúkdóm að ræða á verknaðaraugnablikinu, kemur til álita, hvort tímabundin breyting á meðvitundarástandi mannsins hafi samt sem áður verið fyrir hendi, tímabundin breyting, sem ekki bein- línis verði talin til ákveðins geðsjúkdóms sem slíks. Eins og kunnugt er, sveiflar skerpa manns mjög mikið frá degi til dags, og frá morgni til kvölds. Allir menn fá meira og minna þannig sveiflur í athyglisskerpunni, að þeir eins og hálfdotta eða jafnvel hálfgleyma sér öðru hverju. 1 sunium tilfellum eins og hálfgleyma menn sér eða algleyma sér augnablik, svo að ástandið oft getur minnt á smáflog eða einkenni þau við flogaveiki, sem nefnd eru petit mals eða absense. Standi svona athyglisgloppa lengur en það eina eða þau fáu augnablik, sem hún venjulega gerir, getur svo

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.