Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 43
farið, að maður á meðan geri einhverja vitleysu, eða verði þær mjög þéttar, eins og t. d. ef menn eru illa sofnir eða þreyttir af einhverjum ástæðum, þá er hætt við, að dóm- greind manns verði lakari og siðferðilegar hömlur eitt- hvað sljórri en ella, svo að menn kunna að aðhafast ýmis- legt það, sem verið getur á mörkum þess lagalega eða leyfða, eða jafnvel beinlínis gerzt brotlegir við lög og landsrétt. Er oft mjög erfitt að komast að raun um, hvort um þann- ig meðvitundargloppu hafi verið að ræða hjá afbrota- manninum, einkum ef langur tími er liðinn, en stundum er það líka mjög Ijóst, einkum hefur mér virzt vera svo í mörgum tilfellum, þegar um kynfei'ðisafglöp hefur verið að ræða. Þegar um sexuell brot er að ræða, ber þess að minnast, að mönnum á svona augnablikum er hættara við exhibitionismus, jafnvel þó að mennirnir virðist vera algerlega heilbrigðir undir öðrum ki'ingumstæðum. Þetta ástand er ekki sams konar og það, sem tekið er fram í 75. gr. hegningarlaganna, um það þegar maður hefur framið brot í ákafri geðshræringu, vegna skamm- vinns ójafnvægis á geðsmunum, að þá megi færa refsing- una niður, þó með takmörkunum, ef um áfengisneyzlu hefur verið að ræða. Það er alkunna, að ofsaleg geðshrær- ing getur iðulega gert það að verkum, að menn ekki vita, hvað þeir gera. En um geðshræringuna, og sérstaklega allan aðdraganda hennar, er alltaf hægt að fá upplýsingar og kemur þá til greina fyrir geðlæknirinn að meta, hvort aðstæður allar hafi verið þannig, að geðshræringin svari til þeirra, eða hvort hún hafi verið svo miklu meiri, að grun veki um einhverja alvarlegri bilun hjá manninum. Réttarstaða ellihrumra mun vera svipuð og geðveikra eða annarra með minnkað sálarþrek og þroska. Um konur undir vissum kringumstæðum er og svipað að segja. Al- kunna er stelsýki kvenna um tíðir og meðan þær eru ófrísk- ar, svo og rugl- og þokuvitundarástand margra skömmu eftir fæðingu, svo og erotoman tilhneigingar margra kvenna á tíðabrigðaskeiðinu. Verða þessi eðlilegu tíma- 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.