Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 45
vitanlega ekki til mála að dæma manneskju nokkurn skap-
aðan hlut fyrir brot, er hún gerði sökum veiklaðs eða rugl-
aðs hugarástands, er hún hefur komizt í við fæðinguna,
enda mundi slíkt vafalaust ekki vera praktiserað hér á
landi.
I 24. kaflanum um frjálsræðissviptingu manna er í 226.
gr. tekið fram, að hver sem sviptir annan mann frelsi
sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum eða varðhaldi, ef
málsbætur eru. Hafi frelsissvipting verið framin í ávinn-
ingsskyni eða verið langvarandi, svo og ef maður hefur
verið settur í heimildarleysi d geSveikrahæli, fluttur burt
í önnui- lönd eða fenginn mönnum á vald, sem ekki eiga
neinn rétt á því, þá skal beita fangelsisrefsingu ekki skem-
ur en eitt ár, og allt að 16 árum eða ævilangt.
Hér er gert ráð fyrir, að maður geti verið settur í heim-
ildarleysi á geðveikraspitala (og þá væntanlega haldið þar
svo og svo lengi). Virðist þetta vægast sagt broslegt á 20.
öldinni, og tæplega ástæða til að ætla, að maður verði frekar
lagður þar inn en á hvaða annan spítala eða hæli. Væri
maðui- t. d. í heimildarleysi lagður inn á gamalmenna-
hæli, berklahæli eða farsóttaspítala, og t. d. þannig
útsettur fyrir smit, sem hann ef til vill ekki biði bætur
fyrir ævilangt, þá er þetta að sjá minna refsivert en að
setja manninn á geðveikraspítala. 1 sambandi við þetta
kemur til athugunar, hver hefur yfirleitt heimild til að
setja annan mann á spítala eða hæli, svo fremi, að maður-
inn ekki hafi verið sviptur frjálsræði. Gegn þessu er hætt
við, að margir muni vera brotlegir eða á mörkum þess, ekki
hvað sízt ýmsar sveitastjórnir.
Við gerum hér á Islandi ekki greinarmun á geðsjúkdóm-
um og öðrum sjúkdómum, og sjúklingar með geðsjúkdóma
eru hér lagðir inn á geðveikraspítala eins og með hvaða
annan sjúkdóm og á hvaða annan spítala, sem kynni að
vera, þ. e. a. s. skv. læknisvottorði eða dómsúrskurði. Þetta
er að mínu áliti tvímælalaus kostur og eitt af þeim sviðum,
þar sem við stöndum öllurn öðrum þjóðum framar, sem ég