Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 46
þekki til. Skv. 31. grein laga um lögræði, 1947, má halda
mönnum með næmar sóttir, geðveiki, eiturlyfjanautn eða
ölvun, sem valdið hefur því, að hlutaðeigandi hefur verið
tekinn í vörzlu löggæzlumanna í tvo sólarhringa gegn vilja
þeirra, á spítala. Nægi það ekki og heimti maðurinn þá að
fara, verðum við að gera yfirvöldunum aðvart, ef okkur
sýnist hætta á, að maðurinn sé hættulegur sjálfum sér eða
öðrum.
Ég hef drepið á nokkur atriði úr refsiréttinum, sem
ég vona að nægi til þess að sýna dómurum og lögmönnum,
að oft sé ástæða fyrir þá að vera í samvinnu við lækna,
og þá fyrst og fremst geðlækna, og einnig til þess að sýna
læknum, að þeir þurfi oft að vera í náinni samvinnu við
lögfræðinga, og ekki, eins og lengi vildi við brenna, frekar
á öndverðum meiði við þá. Sameiginlegur tilgangur beggja,
er m. a. að tryggja þjóðfélagið gegn afbrotamönnum, og
þar með er gefið, að samvinnan er í þágu beggja, lögfræð-
inga og lækna.
Loks skal ég þá gera grein fyrir framkvæmd, fjölda og
niðurstöðum geðheilbrigðirannsókna hér á Islandi síðast-
liðin ár.
Geðheilbrigði er, eins og önnur heilbrigði, relativt hug-
tak, sem fer nokkuð eftir stað og tíma.
Fyrir um það bil 3000 árum þótti það svo fínt að hafa
t. d. flogaveiki, í Austurlöndum, að það voru eiginlega for-
réttindi konunga og tiginborinna manna. 500 árum seinna
var þetta talið sjúklegt, og hefir síðan verið það. Þúsund
árum síðar var.sjúkdómurinn þó talinn af völdum djöfuls-
ins eða illra anda, og ríkti sú skoðun meira og minna í eitt
þúsund ár.
Fyrir 4—500 árum siðan var það í Mið- og Vestur-
Evrópu talið sérstakt tákn heilbrigði og fegurðar að vera
rorrandi í spiki, vera of feitur, sem menn nú telja hættu-
legan sjúkdóm. Fyrir 200 árum var það fínt og hámark
heilbrigði að hafa „das Denker-stirn“, — geysistórt enni og
40