Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 47
„höfuðból", sem menn nú vita að stafar af beinkröm eða
„vatni á heiianum". Fyrir 50—100 árum síðan datt mönn-
um varla í hug að tala um ilsig eða hryggskekkju sem sjúk-
dóm. — Enn í dag eru ýmis líkamslýti, sem við teljum,
talin eðlileg í Afríku og Austurlöndum.
Fyrir 413 árum stofnaði Ignatius Loyola, augijóslega
hágeðveikur maður, með djúpviturlegu tali sínu og for-
dæmi, reglu, sem síðar var nefnd Jesúítareglan og er við
líði enn þann dag í dag. — Fyrir 2000 árum sátu gyðj-
urnar i Delfi og önduðu að sér brenrii'steinsvatnsefnisguf-
um úr hverunum þar, unz þær töluðu áráð, sem voru hinar
heilbrigðustu ráðleggingar margra forráðamanna Grikk-
lands. — Musterisprestar drukku sig augafulla fyrir hönd
safnaðarins, og vitleysa sú, sem upp úr þeim rann, var hin
æðsta andagift og heilbrigðustu hollráð fyrir söfnuðinn.
Þó var geðveikifræði þá þegar á furðu háu stigi, og Plato
búinn að skrásetja í bók sinni ,,Um lýðveldið", skyldur
manna við geðveika sjúklinga.
Á seinni miðöldum var hér í Evrópu mikið af því, sem
við nú teljum geðsjúkdóma algjörlega samrýmanlegt heil-
brigði, en aðeins einkenni um illt innræti og samband við
kölska eða hans sveina. og supu menn af því seyðið. Um
næstsíðustu aldamót fór mönnum fyrst að verða ljóst, að
margir þeir, sem sýndu afbrigðilega hegðun, voru sjúkir
menn, sjúkir á sálinni, og hegðuðu sér þess vegna eins og
þeir gerðu.
Á 19. öldinni varð mönnum æ ljósara að færri og færri
sjúkdómar eru sjálfskaparvíti, og hefur það haldið áfram
með vaxandi þekkingu allt til vorra. daga.
I dag er óhófleg áfengisnautn talin geðsjúkdómur í flest
um löndum, en fyrir 15—20 árum var það aðeins í sára-
fáum og ekki nema í svæsnustu tilfellum.
Þannig hafa mörk heilbrigðinnar ailtaf verið að smá-
breytast, og því er t. d. geðheilbrigði relativt hugtak eftir
stað og tíma.
Við teljum nú megineinkenni hins geðheilbrigða: hæfi-
41