Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 48
loikann til þess að laga sig að síbreytilegu umhverfi án þess að til árekstrar komi og án þess að það valdi einstaklingn- um sársauka eða óþægindum. En eins og kunnugt er, leggur umhverfið oft á einstak- lingana byrðar og hömlur, sem mörgum véitist erfitt að bera. Því skipulagðara sem þjóðfélagið er, því minna svig- rúm sem einstaklingurinn hefur fyrir séróskir sínar og tilhneigingar, því meira kemur það við hann. Þess vegna telja menn að ,,menningunni“ sem svo er nefnd, fylgi æ meiri ónot eða óþægindi, sem veldur m. a. taugaveiklun og jafnvel miklum geðsjúkdómum, frekar en hjá svonefndum frumstæðari þjóðum. Þessa verður einnig vart, þegar að lifnaðarhættir breyt- ast í löndum, t. d. fólk flytur úr sveitum í bæi. Sá sem býr einn uppi í afdal má gjarnan vera kóngur í sinum eigin huga. En sé hann það í Austurstræti er hætt við, að hegðun hans verði þannig, að jafnvel hinir umburðarlyndu ís- lenzku lögregluþjónar, mundu vilja fjarlægja hann af göt- unni og koma honum að Kleppi. Þegar ákveða þarf geðheilbrigði einhvers, þarf því að taka tillit til allra aðstæðna og þeirra ekki aðeins á því augnabliki, sem um kann að vera að ræða, heldur og öllum aðdraganda, m. ö. o. það þarf meira en þverskurð af huga mannsins, það þarf líka langskurð gegnum hann. Sálarlíf birtist út á við í hegthin manns, þ. e. a. s. við- bragði hvers kyns hreyfitauga. En hegðun á tilteknu augna- bliki, er afleiðing af öllu, sem áður er yfir mann gengið. Til þess að reyna að skilja tiltekna hegðun, er því nauð- synlegt að fá ítarlegar upplýsingar um manninn um langan tima á undan, helzt alla ævi. Og ekki aðeins ævi hans sjálfs, heldur ætt hans, svo að dæmt verði um upplag og eðlis- hneigðir, svo og allt umhverfi, svo að dæmt verði um, hvað muni verða svinfar hans og hvað eðlisfar. En það hefur máske ekki hvað sízt þýðingu, er maður ætlar að gera sér far um að áætla hver áhrif refsing eða önnur meðferð muni hafa. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.