Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 49
I>essav upplýsingar um fyrra líf og framferðí mannsins,
— anamnesis — er í mjög mörgum tilfellum þýðingarmesti
liluti rannsóknarinnar, taka oft mestan tíma og reyna mest
á þekkingu og reynslu þess, sem þeirra aflar. — I mörgum
öðrum löndum leggur lögreglan þær svo að segja upp í
hendurnar á lækninum, svo hann þarf lítið sem ekkert
fyi'ir þeim að hafa. Hér á landi er langt frá því að svo sé,
— anamnestiskar upplýsingar eiai yfirleitt mjög litlar frá
lögreglunni, samanborið við hina ítarlegu þverskurðar-
lýsingu á verknaðinum, og öllu í kringum hann. Persónu-
lega tel ég þetta vera beti-a en að fá allar þessar upplýs-
ingar upp í hendurnar frá lögreglunni.
Það er að vísu margfalt meii'a verk fyrir lækninn, en
ég hygg, að þær verði betri frá læknisfræðilegu sjónarmiði.
Fólkið gefur lækninum, að ég hygg, frekar en lögreglunni,
upplýsingar um ýmis einkamál og annarra hagi, þegar það
vcit, að það vcrður ekki sjálft gefið upp eða neytt til þess
að standa opinberlega við það. Á hinn bóginn, kostar þetta,
að læknirinn verður að reyna að fá upplýsingar oft um það
sama úr mörgum áttum, — ég hefi t. d. einu sinni leitað,
og fengið, upplýsingar um ákveðinn mann úr 36 áttum!
Auðvitað verður það iæknisins að meta gildi upplýsing-
anna, en það er alveg eins og maður gerir, .þegar um
sjúkling er að i-æða, sem komið er með til manns, eða
maðui’ hefur á sjúkrahúsi. Álitmanns á sjúkdómnum veltur
stundum alveg á anamnestiskum upplýsingum, er maður
fær, en þar scm þær oft eru það, sem mestu máli skiptir í
rannsókninni, virðist mér sjálfsagt og æskilegast, að lækn-
irinn sjálfur ráði, hvcrnig hann aflar þeirra. Þetta marg-
faldar að vísu fyrirhöfn læknisins og tefur rannsóknina í
hans liöndum. Hg h.vgg þó ekki, að heildarrannsókn mál-
anna verði verulega lengri, þar sem þessi háttur er hafður
á, en þar sem lögreglan eingöngu er látin annast það, að
útvega anamnestiskar upplýsingar.
Um þá, sem til geðheilbrigðirannsókna koma gildir og,
að mjög er ástæða til að reyna sem mest að fá upplýsingar
4‘A