Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Qupperneq 51
ingar, sem hugarástand mannsins veldur. Rannsóknir á
þeim eru alveg á byrjunarstigi. Mat okkar á hugarfari
annars, skv. hegðun hans, er því komið undir æfingu í
sjálfsathugun, lífsreynslu og leikarahæfileikum. Það, að
matið ávallt verður ófullkomið, stafar af því, að hið ein-
stæða við séi’hvern er óskiljanlegt nema að litlu leyti. Ella
væri það ekki einstætt.
1) 1 stórum dráttum lýsum viS því, er viS sjdum (heyr-
um eða finnum) til viðbragðs hreyfitauga manns, hvort
hann er rólegur eða órólegur, forskrúfaður o. s. frv., o. s.
frv. Á þessu eru margs konar breytingar til.
Hafandi lýst því, sem við sjáum, kemur hvernig við
þýSum það. Við gerum okkur þá fyrst grein fyrir, hvernig
er meSvitundarástand mannsins. Það er, hefur maðurinn
fulla „skýra" meðvitund eða ekki? Við dæmum um það,
aðallega eftir a) heildarsvip, og b) skilningi hans á því,
sem við hann er sagt, c) skilningi hans og framsetningu
á hans eigin hugsunum. En skilningurinn er aftur mjög
kominn undir athyglinni.
Menn þekkja frá sjálfum sér mismunandi skýrleika-
ástand: Þreyta, syfjun, móða, þoka, .svefnrof, draumar,
rugl, óráð; sljóvgun, mók, svefn, dá, yfirlið, meðvitundar-
missi. Meðvitundarástandið prófar maður með því 1) að
rannsaka hve áttaður maðurinn er. 2) að rannsaka minnið
um það, sem gerzt hefur, 3) að rannsaka athyglina, hvern-
ig gengur að vekja hana og viðhalda henni.
Hafandi gert sér grein fyrir skýrleika meðvitundar-
innar, er að athuga, hvað fyrir er í henni, og fram fer í
henni. 1 meðvitundinni má greina skynjanir, skynmyndii-,
skynvillur ýmis konar. Hugmyndir og ýmis konar hug-
villur, hugboð, hugtök, dómvillur og ofgildis hugmyndir,
o. fl. 1 hugsanagangi manns getur því gætt allra þessara
hluta, en hugsanagangurinn getur verið aukinn eða minnk-
aður, samanhangandi eða slitróttur.
Allt sem fram fer í huganum litast af meiri eða minni
lcennd eða stemningu, sem lýsir sér á mjög misjöfnu