Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 56
Nokkrar athugasemdir
við grein Arna Tryggvasonar.
Hugleiðingar raínar um gagnrýni dómsúrlausna í fyrsta
hefti Tímar lögfr. fyrra ár hafa orðið efni til ágætrar
greinar Árna Tryggvasonar hæstaréttardómara, sem birt
er í 4. hefti f. á. Flestu því, sem þar segir, hljóta allir
lagamenn að vera sammála. Einungis við fáein atriði vil
cg leyfa mér að gera athugasemdir.
1. Hæstaréttardómarinn segir réttilega, að úrlausnir
dómstóla valdi aðiljum, öðrum eða báðum má segja, einatt
óánægju. Þessi óánægja kemur stundum fram beinlínis í
meiðyrðum um dómendur, og það jafnvel í blöðum. Slíkri
gagnrýni verði ekki svarað, nema ef til vill með opinberri
rannsókn og málssókn, ef því er að skipta. Mér virðist það
vera of góðmannlegt, að nefna slíkt nafninu „gagnrýni".
Það er öllu heldur siðleysi eða strákskapur. Dómstólar, þar
á meðal hæstiréttur, hafa ekki lagt það í vana sinn að
krefjast opinberrar rannsóknar eða málshöfðunar vegna
illmæla um störf sín. T. d. illmælti einn uppgjafasýslu-
maður hæstarétti og einstökum dómara þar sérstaklega
út af meðferð og úrlausn máls nokkurs, og var það látið
óátalið, sem líklega hefur verið rétt, því að oftast nær
verður slíku bezt svarað með þögn fyrirlitningarinnar.
Mér virðist, að einungis fræðilegar og rökstuddar at-
hugasemdir um dómsúrlausnir, orðaðar áreitnislaust, eigi
heitið gagnrýni skilið. Vitanlega verður að viðurkenna það,
að mörk eru ekki glögg milli þess, sem þessu nafni má
nefna, og hins, sem er þar fyrir neðan.
2. Einn góður og gegn þingmaður sagði einu sinni við
mig: Það er enginn vandi að vera dómari, því að ekki er
annað en að dæma eftir lögunum. Eg benti honum á það,
50