Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Side 58
varða venjulega einungis það, sem leiðrétta þarf. — 3. Hæstaréttardómarinn telur, að gagnrýnandi dómsúr- lausna þurfi og eigi ekki einungis að athuga dómsorð og forsendur dómsúrlausna, heldur einnig málsslcjölin. Þessi krafa mun þó vera of almenn. Til fullkomlega rökstuddrar gagnrýni um sum atriði dómsúrlausna sýnist athugun máls- skjala vera óþörf. Og skulu nokkur slík tilvik nefnd. a) Það ber ósjaldan við, að ummæbi finnist í forsenclum dóms, sem málssjölin geta cnga fræðslu veitt um, ummæli, sem skipta engu um málsúrslit, en geta þó orkað tvímælis. 1 máli því, er í Hrd. XXIII. 679 getur, var úrlausnaratriðið það, hvort A hefði með athöfnum sínum firrt sig afnota- rétti af húsnæði, sem hann hafði haft á leigu í húsi B. Hæstiréttur komst réttilega að þeirri niðurstöðu, að A hefði hagað sér svo, að B hefði mátt ráða þar af, að A hefði látið af afnotarétti sínum. En A átti „ýmis konar dót“ í húsnæðinu, sem B flutti með skilum heim til hans í annað húsnæði, sem hann (A) hafði flutt sig í. Hæstiréttur segir, að B hafi verið „löglaust" að flytja „dót“ þetta úr húsi sínu til A án atbeina fógeta. 1 málinu krafðist A inn- setningar í húsnæðið, sem hann hafði haft í húsi B. Þeirri kröfu var hrundið bæði í fógetadómi og hæstarétti. Um annað var ekki deilt. Ummælin um brottflutning „dótsins" sýnast hafa verið óþörf til rökstuðnings dómsniðurstöðu. Til gagnrýni á þeim virðist athugun skjala málsins hafa verið óþörf. Allskostar ólíklegt, að málsskjölin hafi haft nokkuð það að geyma, sem gæti helgað ummælin eða rök- stutt þau. b) Einatt er um réttarfarsatriöi, oftast heldur einföld, að tefla, svo sem frávísun, ómerking úrlausnar héraðsdóm- ara eða aðfinningar vegna galla á málsmeðferð o. s. frv. I máli einu til innheimtu opinbers gjalds var t. d. samið um það, að fógetagerð færi fram í Reykjavík, þó að varn- araðili (requisitus) ætti annarsstaðar heimili. Spurning var hér, hvort heimild 81. gr. laga nr. 85/1936 til þess að semja um varnarþing næði til þessa máls. Meiri hluta dóm-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.