Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Síða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Síða 59
enda hæstaréttar (3 af 5) svaraði spurningunni neitandi, en minni hlutinn játandi. Þar sem málalok urðu slík í hæstarétti, þá var auðvitað líklegt, að einhver mundi gagn- rýna aðra hvora úrlausnina. Eins og hér stóð á, er harla ólíklegt, að um þetta réttarfarsatriði hafi nokkuð verið að finna í skjölum málsins, enda algert túlkunaratriði. Hæstiréttur ómerkir stundum úrlausn héraðsdóms vegna galla á úrlausninni, t. d. vegna þess að kröfur eru ekki greindar, rökstuðning þykir skorta til niðurstöðu dómar- ans, eða máli er vísað frá dómi vegna vöntunar eða galla á stefnubirtingu og varnaraðili hefur ekki sótt þing. Þá virðist einsætt, að fræðsla um þessi og þvílík atriði muni vera nægileg í dómsúrlausn hæstaréttar, enda sýnir úrlausn héraðsdómara sjálf galla sína, og þá mætti mat hæstaréttar á henni verða gagnrýnt. Þess minnist eg, að héraðsdómari einn vísaði víxilmáli frá dómi, meðan in eldri víxillög frá 1882 giltu, vegna þess að ekki hefði verið leitað sátta. Þessi niðurstaða var auð- vitað ómerkt í hæstarétti, en hins vegar var héraðsdómar- inn, sem þannig hafði með glöpum sínum valdið nauðsyn á málskoti til ómerkingar og heimvísunar dómi hans, sýkn- aður af kröfu áfrýjanda á hendur honu mtil greiðslu kostn- aðar af málskotinu. Þessa niðurstöðu æðra dómstólsins mátti vafalaust gagnrýna, en ekki virðist líklegt, að neinar upplýsingar um þetta atriði hefðu fundizt í málsskjölunum. Slík dæmi má auðvitað fjölmörg nefna. c) Oft sýnast málsúrslit velta á mati á einu ósamsettu atriði eða sæmilega einföldu, t. d. á því, hvort ákveðið loforð hafi verið gefið, hvort ákveðið tilboð hafi verið sam- þykkt o. s. frv. Venjulega virðist mega gera ráð fyrir því, að atvikum sé nægilega glöggt lýst í forsendum héraðs- dóms með þeim breytingum og bótum, sem hæstiréttur kann að hafa gert á þeim, og að í dómum þessum sé nægi- legur grundvöllur undir mat á niðurstöðu dómsúrlausnar- innar. Ef atvikalýsing dómsúrlausnar virðist óljós eða mót- sagnakennd, sem varla er þó gerandi ráð fyrir, þar sem 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.