Tímarit lögfræðinga - 01.01.1954, Page 63
Kjörskrár og kjörskrármál.
Almennar kosningar eru nú þrenns konar á landi hér.
Forseti lýðveldisins er kjörinn í almennum kosningum,
fjórða hvert ár skv. 6. gr. Stjskr., sbr. 1. nr. 36, 12. febr.
1945. Alþingismenn eru kosnir í almennum kosningum til
fjögurra ára skv. 31. gr. Stjskr., sbr. 1. nr. 80, 7. sept.
1942. Loks eru bæjar- og sveitarstjórnir og sýslunefndir
kosnar í almennum kosningum, einnig til fjögurra ára,
sbr. I. nr. 81, 23. júní 1936.
Kosningar eru ærið tíðar hér á landi. Síðan 1942 hafa
farið fram 11 almennar kosningar, þar með taldar lýð-
veldiskosningarnar 1944. Hefði forseti ekki orðið sjálf-
kjörinn 1949, mundu að meðaltali hafa verið einar almenn-
ar kosningar á ári þessi ár, síðan 1942,
Fyrir hverjar kosningar er jafnan mikið annríki við
afgreiðslu kjörskrármála hjá héraðsdómurum landsins,
a. m. k. í Reykjavík og stærstu kaupstöðum. Réttarfars-
reglur, sem um mál þessi gilda, eru nokkuð frábrugðnar
almennum réttarfarsreglum. Veldur þar um mestu, að
mál þessi verður að reka með miklu meiri hraða en önnur
mál. Jafnaðarlega eru þau á ferð á síðustu stundu og ekki
ótítt að dómari þurfi að stýra dómþingum í mörgum slík-
um málum og semja dóma í þeim á tveim til þrem dög-
um fyrir kosningar auk annarra skyldustarfa á sama tíma.
Er því ekki fyrir það að synja, að málsmeðferð kann að
verða miður vönduð en annars væri og vera þyrfti. Það
mun og ekki dæmalaust, að dómsúrlausnir ýmissa héraðs-
dómara séu ósamhljóða, þótt efni máls og forsendur séu með
svipuðum hætti og ættu að leiða til sömu niðurstöðu. Er
því ekki með öllu óþarft að rekja reglur þær, sem hér
koma til greina í höfuðdráttum.
Heimilda um þetta efni er fyrst og fremst að leita í
57