Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Blaðsíða 22
ur enn eigi verið' gerður, en unnið er að undirbúningi hans.
9. Loks er ákvæði 19. gr. Þar segir, að bætur skuli greið-
ast úr sérreikningi félags, sem bótaþegi telst til. Sé fé ekki
fyrir hendi á sérreikningnum til greiðslu bóta er sjóðs-
stjórninni heimilt að lána stofnfé sjóðsins í þessu skyni.
Ef einnig er þrotið stofnfé sjóðsins, er heimilt að lána milli
sérreikninga með ábyrgð ríkissjóðs. Bætur greiðast ekki,
ef fé þrýtur til bótagreiðslna samkvæmt þessari grein.
Sjóðsstjórn er ekki skylt að lána stofnfé sjóðsins til bóta-
greiðslna þótt fé einhvers félags sé þrotið samkvæmt sér-
reikningi þess. Hér er aðeins um heimild að ræða og vilja
sjóðsstjórn ekki nota heimildina, greiðast bætur ekki. Þeg-
ar stofnfé sjóðsins er þrotið er heimilt að lána milli sér-
reikninga, enda komi til ábyrgð ríkissjóðs. Ríkisstjórn
mun þurfa lagaheimild til þess að ganga í slíka ábyrgð.
VI. Ef fullnægt er öllum þeim skilyrðum, sem um er
rætt í IV. hér að framan og engin sú hindrun er til staðar,
sem um er fjallað í V. hér að framan, skal greiða atvinnu-
leysisbætur.
Ákvæði eru í 18. gr. laganna um upphæð atvinnuleysis-
bóta, en þær skulu vera kr. 12.00 á dag fyrir hvern ein-
hleypan mann, kr. 15.00 á dag fyrir kvæntan mann og
kr. 3.00 á dag fyrir hvert barn, allt að þremur, yngra en
16 ára, sem er á fullu framfæri bótaþega. Fjölskyldubæt-
ur eru greiddar, ef börnin eru þrjú eða fleiri i hverri fjöl-
skyldu, sbr. 16. gr. laga nr. 24, 1956. Þetta eru lágmarks-
upphæðir og eru sem næst hinar sömu og sjúkrabætur,
sbr. 53. gr. 4. mgr. laga nr. 24, 29. marz 1956. Sjúkrabæt-
ur greiðast þó fyrir alla daga, einnig helgidaga, en atvinnu-
leysisbætur greiðast ekki fyrir helgidaga, sbr. 4. mgr. 17.
gr. laganna um atvinnuleysistryggingar. Ðæmi: Kvæntur
maður með tvö börn nýtur óskertra atvinnuleysisbóta í
eina viku. Bætur til hans verða þá: Kr: (15.00 + 2 X 3.00)
X 6 X 178 eða samtals kr. 224.28.
I reglugerð má ákveða liærri bætur, þó eigi hærri bæt-
ur en svo, að þær nemi kr. 26.00 á dag fyrir einhleypan
16
Tímarit lögfræSinga