Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 10
atvinnuaukningar, einkum þar, sem þörf er fyrir slíkar framkvæmdir. Enn fremur segir í athugasemdum, að sama gildi lánveitingar til verkamannabústaða. f athuga- semdunum er einnig minnzt á félagsheimili verkalýðs- félaga. Tilgangur laganna er 'að leysa vanda þeirra, sem at- vinnulausir verða. Vissulega má telja, að þeim tilgangi sé náð, ef takast mætti með lánveitingum úr sjóðnum, að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Slikar lánveitingar ,ef telja mætti fulltryggðar, væru því mjög í samræmi við tilgang laganna. III. Þess er áður getið, að iðgjöld atvinnurekendanna séu grundvöllur tekjuöflunar til atvinnuleysistrygginga- sjóðsins. Akvæði laganna, um iðgjöldin, eru í 4.—10. gr. og i 13. gr. Hér verða nokkuð rakin þessi ákvæði, einkum þau, sem varða iðgjaldsskyldu. 1. Það eru tvö megin skilyrði fyrir iðgjaldsskyldu at- vinnurekanda. Annað skilyrðið varðar aldur hlutaðeigandi launþega, en hitt skilyrðið varðar launagreiðsluna til hans. a. Hlutaðeigandi launþegi skal vera 16 ára eða eldri, sbr. 4. gr. 2. mgr. Iðgjald ber ekki að greiða vegna laun- þega, sem yngri er en 16 ára. Þetta gildir þó að hann telj- ist fullgildur verkamaður eða launþegi og fái laun sam- kvæmt kjarasamningi eða gildandi taxta verkalj'ðsfélags. b. Hlutaðeigandi launþegi skal taka laun samkvæmt kjarasamningi verkalýðsfélags eða samkvæmt gildandi launataxta verkalýðsfélags, sjá 4. gr. 2. mgr. Kjarasamn- ingar talca yfirleitt ekki til launasamninga, þegar laun eru greidd að hluta í öðru en peningum, t. d. í fæði, húsnæði og þjónustu, eins og tíðkast með laun kaupamanna og starfsstúlkna á heimilum. Iðgjald skal því t. d. ekki greiða vegna starfsstúlkna á heimilum. I þessu sambandi er nauðsynlegt að skilgreina orðið verkalýðsf élag. Ákvæði eru um þetta í 3. mgr. 4. gr. Þau ákvæði eru ekki tæmandi, en eru aðeins leiðbeinandi. Ákvæði laganna 4 Timarit lögfræSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.