Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 8
hlunnindi þessara lagaákvæða, og má því segja, að þau
hafi verið óvirk. Þessi lagaákvæði voru síðan numin
úr gildi með lögunum um almannatryggingar, nr. 50
frá 7. mai 1946. I 100. gr. .4. mgr. þeirra laga var svo
ákveðið, að nokkur hluti af verðlækkunarskatti, sam-
kvæmt lögum nr. 42, 14. apríl 1943, eða nánar tiltekið
3 millj. króna, skyldi vera áfram í vörzlu Trygginga-
stofnunar rikisins, þar tit Alþingi setti lög um atvinnu-
leysistryggingar.
1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að Hið íslenzka
prentarafélag stofnaði atvinnuleysissjóð um siðastliðin
aldamót. Starfsemi sjóðsins hófst þó ekki fvrr en 10 ár-
um síðar eða á ármu 1909. Tekjur sjóðsins voru aðeins
iðgjöld frá félagsmönnum, og sjóðurinn hefur hvorki
hlotið framlög frá ríki né sveitarfélagi. Ekki er kunnugt
um, að önnur stéttarfélög hafi stofnað atvinnuleysissjóði.
Samkvæmt fyrirheiti, sem ríkisstjórnin gaf til þess
að greiða fyrir lausn verkfallsins mikla i marz-apríl 1955,
voru sett lög um atvinnuleysistryggingar, sjá lög nr. 29
frá 7. apríl 1956.
Hér á eftir verða rakin nokkur helztu atriði þeirra laga.
II. Með lögunum um atvinnuleysistryggingar var
stofnaður atvinnuleysistryggingasjóður. Stofnfé sjóðsins
var áðurnefndur verðlækkunarskattshluti, samkvæmt lög-
um nr. 42, 14. apríl 1943. Með stofnfé sjóðsins skal og
telja iðgjöld, sem ekki eru færð á sérreikning einstakra
félaga svo og framlög ríkissjóðs á móti þeim iðgjöldum,
sbr. 7. gr. laganna i.f. Gera verður ráð fyrir, að það
verði mjög fátítt, að iðgjöld verði ekki færð á séreikn-
ing hlutaðeigandi félags, svo að stofnfé sjóðsins mun
varla verða teljandi umfram áður nefndan verðlækk-
unarskattshluta. Þessi verðlækkunarskattshluti var i upp-
hafi 3 millj. króna, en var með vöxtum og vaxtavöxtum
orðinn rúml. 4% millj. króna, þegar sjóðurinn var stofn-
aður.
Árlegar tekjur sjóðsins eru iðgjöld atvinnurekenda,
2
Tímarit lögfrœöinga