Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Blaðsíða 8
hlunnindi þessara lagaákvæða, og má því segja, að þau hafi verið óvirk. Þessi lagaákvæði voru síðan numin úr gildi með lögunum um almannatryggingar, nr. 50 frá 7. mai 1946. I 100. gr. .4. mgr. þeirra laga var svo ákveðið, að nokkur hluti af verðlækkunarskatti, sam- kvæmt lögum nr. 42, 14. apríl 1943, eða nánar tiltekið 3 millj. króna, skyldi vera áfram í vörzlu Trygginga- stofnunar rikisins, þar tit Alþingi setti lög um atvinnu- leysistryggingar. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að Hið íslenzka prentarafélag stofnaði atvinnuleysissjóð um siðastliðin aldamót. Starfsemi sjóðsins hófst þó ekki fvrr en 10 ár- um síðar eða á ármu 1909. Tekjur sjóðsins voru aðeins iðgjöld frá félagsmönnum, og sjóðurinn hefur hvorki hlotið framlög frá ríki né sveitarfélagi. Ekki er kunnugt um, að önnur stéttarfélög hafi stofnað atvinnuleysissjóði. Samkvæmt fyrirheiti, sem ríkisstjórnin gaf til þess að greiða fyrir lausn verkfallsins mikla i marz-apríl 1955, voru sett lög um atvinnuleysistryggingar, sjá lög nr. 29 frá 7. apríl 1956. Hér á eftir verða rakin nokkur helztu atriði þeirra laga. II. Með lögunum um atvinnuleysistryggingar var stofnaður atvinnuleysistryggingasjóður. Stofnfé sjóðsins var áðurnefndur verðlækkunarskattshluti, samkvæmt lög- um nr. 42, 14. apríl 1943. Með stofnfé sjóðsins skal og telja iðgjöld, sem ekki eru færð á sérreikning einstakra félaga svo og framlög ríkissjóðs á móti þeim iðgjöldum, sbr. 7. gr. laganna i.f. Gera verður ráð fyrir, að það verði mjög fátítt, að iðgjöld verði ekki færð á séreikn- ing hlutaðeigandi félags, svo að stofnfé sjóðsins mun varla verða teljandi umfram áður nefndan verðlækk- unarskattshluta. Þessi verðlækkunarskattshluti var i upp- hafi 3 millj. króna, en var með vöxtum og vaxtavöxtum orðinn rúml. 4% millj. króna, þegar sjóðurinn var stofn- aður. Árlegar tekjur sjóðsins eru iðgjöld atvinnurekenda, 2 Tímarit lögfrœöinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.