Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Side 51
Á víð og dreif Tillögur til breytinga á lögum nr. 85/1936. I síðasta hefti fyrra árs þessa rits var vikið að frum- varpi þvi til breytinga á lögum nr. 85/1936, sem lagt var fyrir alþingi 1955. Þess var m. a. getið, að frumvarpið hefði verið sent ýmsum aðilum til umsagnar, m. a. Lög- mannafélagi Islands, og hefðu þeir allir látið uppi álit, og sumir nokkrar tillögur breytinga, nema Lögmannafélagið er enga umsögn hefði sent. Yar þetta talið félaginu til vansa. Litlu síðar barst mér, frá Magnúsi Thorlacius hrl., end- urrit úr gerðabók félagsins — fundargerð dags 18. mai 1956. Er sjálfsagt að hún sé birt og er hún á þessa leið: „Ár 1956, föstudaginn 18. mai var haldinn fundur í Lög- mannafélagi Islands í Oddfellow-húsinu. Formaður Lárus Jóhannesson setti fundinn, en fundar- stjóri var kjörinn Einar B. Guðmundsson, hrl., og fundar- ritari Gunnar Jónsson, hrl. Síðar á fundinum vék Einar af fundi og tók Bjarni Bjarnason við fundarstjórn. Þetta gerðist á fundinum: 1. Umræður um frumvarp til laga um meðferð einka- mála í héraði. Nefnd skilar tillögum um breytingar á frumvarpinu. Fyrstur tók til máls af hálfu nefndar þeirrar er kjörin var á síðasta fundi til að athuga frumvarp það er lagt var fram á nýafstöðnu alþingi um meðferð einkamála i hér- aði, Gústav A. Sveinsson, hrl. Rakti hann i itarlegri ræðu aðdraganda þess frumvarps er fyrir liggur og tillögur þær Tímarit lögfrœöinga 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.