Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1957, Síða 46
mark verði sett í lögin. Jafnframt skal tekið skýrt fram, að ekki er ætlazt til, að liér verði um neina linkind að ræða i framkvæmd, enda hefur aldrei, svo vitað sé, verið heitt hærri refsingu fyrir brot á bifreiða- eða umferðarlögum. Að sjálfsögðu er mjög oft um að ræða hrot á hegningarlög- um og öðrum lögum, jafnframt brotinu á bifreiða- og um- ferðarlögum, t. d. 215., 219., sbr. og 165. og 168. gr. hgl. Getur þá að sjálfsögðu orðið um hærri refsingu að ræða en 1 ár. Raddir hafa komið fram um, að rétt væri að beita varð- haldsrefsingu í stað sekta meira en nú er gert. Fallast má á það, að dómstólar hefðu almennt mátt beita þyngri refs- ingum en gert hefur verið. Hins vegar ber þess að gæta, að ástand fangelsismála landsins setur þvi takmörk, að varðhalds- eða fangelsisrefsingu sé beitt. 2. mgr. er í samræmi við gildandi lög. 3. mgr.: Nokkur brot eru þannig vaxin, að rétt er, að þau séu sett í sérflokk og þyngri refsingar lagðar við. Er það í samræmi við 38. gr. 1. 23/1941 og lög á Norðurlönd- um. Refsingin er þó þyngd, þannig að lágmarksrefsing er varðhald, þótt um fyrsta hrot sé að ræða. 4. mgr.: Þegar um itrekað brot er að ræða á ákvæðum þeim, sem talin eru i þessari málsgrein, er lágmarks- og hámarksrefsing hin sama og fyrir fyrsta hrot gegn ákvæð- um, sem greind eru i 3. mgr. Atliygli skal vakin á því, að þeir, sem eru miður sín af þeim ástæðum, sem greindar eru í 2. og' 4. mgr. 24. gr., eru hér settir á heklc með þeim, sem neytt liafa áfengis án þess að um ölvun sé að ræða, sem í 4. mgr. 25. gr. getur. 5. og 6. mgr. eru í samræmi við gildandi lög. 81. gr. Svipta skal mann rétti til að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann hefur orðið sekur um mjög vítaverðan akstur, eða ef telja verður, með hliðsjón af eðli hrotsins eða annars 40 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.