Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Qupperneq 14
sk;il úr því skorið, hvort greiða skuli bætur og hve
háar, eftir ])vi, hversu mikil sökin er, og eftir öðrum
atvikum . . .“.
Lagaákvæði þetta er frávíkjanlegt shr. 3. gr. söniu
laga,- Með a-lið 10. gr. hefur félagið notað scr heimild-
ina til að víkja algerlega frá 2. mgr. 18. gr.3
í liéraði var félagið algerlega sýknað og segir svo í hér-
aðsdöminum um 10. gr„ a-lið: „Ákvæði þetta er gilt að
lögum gagnvart vátrvggingartökum“.
Að vísu er orðalag undanþáguákvæðis skilmálanna
nokkuð almennt og gefur tilefni til óvissu, þegar skýra
á ákvæðið, eins og drepið hefur verið á hér á undan. Þrátt
fyrir þennan galla á a-lið 10. gr. virðist mér skýring Hæsta-
rétlar of róttæk. Til glöggvunar skal ein málsgrein úr
dóminum endurtekin orðrétt: „Ákvæðið her að skýra svo,
að sá vátrvggingarlaki, sem valdur er að tjóni með fram-
angreindum hætti, hafi firrt sig rétti lil bóta“. (Réttur-
inn notar hér orðið vátryggingartaki, en segja má, að
fræðilcga sé réttara að nota hugtakið vátrvggður, sbr. 18.
og 3. gr. YSL., þótt það skipti engu máli um niðurstöðuna
i þcssu lilviki). Fyrst hifreiðatryggingafélagið getur sam-
kvæmt þessu ekki svnjað öðrum vátryggðum um bætur
en þeim einum, sem veldur tjóni af ásettu ráði eða sakir
stórkostlegrar óvarkárni, virðist mega álvkta, að félagið
geti því siður synjað hótagreiðslu í tilvikum, þar sem
tjóninu er valdið af einhverjum öðrum manni, sem er i
enn lausari tengslum við vátryggðan, 1. d. einhverjum úr
fjölskyldu hans, heimilismanni, starfsmanni eða öðrum.
- Hliðstæð ákvæði í dönsku, finnsku, norsku og sænsku
VSL. eru einnig frávíkjanleg, sbr. t. d. Bentzon-Christensen,
bls. 117, Dansk for.sikringsret I., bls. 60, Bugge, bls. 72, Grundt
II., bls. 54, Eklund-Hemberg, bls. 49 og Hellner, bls. 185. Sama
er að segja um þýzku VSL., sbr. Prölss, bls. 268.
H Er það í samræmi við eldri venju í dönskum vátrygg-
ingarskilmálum fyrir bifreiðatryggingar, sbr. Bentzon-Christ-
ensen, bls. 117, smáletursgr. 1.
8
Tímarit lögfræðinga