Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 26
20. gr. VSL. Skv. 20. gr. veita lögin heimild til að semja
um það, að félagið megi dra^ga allt að 5% frá skaðabótum,
er vátryggingaratburðurinn stafar frá vangá, sem eigi
verður talin stórkostleg. 1. málsl. 20. gr. VSL. og loka-
ákvæði hennar ná skv. orðanna hljóðan bæði til gáleysis-
verka vátrygigðs og annarra aðila gagnstætt 18. gr., sem
einungis nefnir vátryggðan sjálfan.9 Þegar þessi munur
á 18. og 20. gr. laganna er hafður í huga, kemur það á
óvart, að í 12. gr. vátrygginarskilmálanna, sem S bar
fyrir sig, er aðeins rætt um gáleysi vátryggðs. Þetta er
athyglisvert, en verður ekki rætt frekar.
Ég hygg, að varakrafa S fái ekki staðizt, þegar af þeirri
ástæðu, að í fyrrnefndri 12. gr. skilmálanna segir berum
orðum: „Hafi vátryggði valdið tjóninu af óvarkárni, sem
þó ekki má telja stórkostlega .. .“ o. s. frv. Þetta skírteinis-
ákvæði verður að skýra þröngt, þannig að minni háttar
gáleysi annarra en vátryggðs valdi ekki lækkun húftrygg-
ingarbóta.
4. Um Hrd. 1966, bls. 262
4.Í. Atvikalýsing, máilsástæður og dómsniðurstaða.
J, sem var búsettur í Hveragerði, fól B, er bjó í Reykja-
vík, að varðveita hifreið sína og sýna hana mönnum, sem
kvnnu að hafa áhuga á að kaupa hana og bifreiðasalar
vísuðu til hans. Nótt eina tók B bifreiðina og ók henni út
fyrir horgina. B var ofurölvi og lauk ökuferðinni þannig,
að bifreiðin fór út af þjóðveginum við Rauðavatn og eyði-
lagðist. J qg B skýrðu báðir svo frá, að B hafi aðeins átt
að sýna bifreiðina væntanlegum kaupendum og leyfa
þeim að aka henni til reynslu, en eigi mátt aka lienni í
einkaerindum. Bifreið J var húftryggð hjá vátrygginga-
9 Sbr. t. d. Bentzon — Christensen, bls. 122 og Dansk for-
.sikringsret I., bls. 65, en dönsku og ísl. VSL. eru alveg eins að
þessu leyti. 20. gr. norsku VSL. er aftur á móti bundin við
gáleysi vátryggðs sjálfs, Selmer í NFFP nr. 46, bls. 11.
20
. Tímarit lögfræðinga