Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Side 52
ýmsum sviðum sé ábótavant og lögfræðiþjónusta m. a.
nefnd. Fá dómsmál í þessum byggðarlögum á efalaust rót
sina að einhverju leyti að rekja til þessa, en ekki eingöngu
til fámennis þeirra. Má bér nefna, að lögfræðiþjónusta úr
Iteykjavík verður yfirleitt dýrari vegna mikils ferðakostn-
aðar. Einnig eru menn ragir við að leita til manna, sem
þeir þekkja ekki einu sinni af orðspori og vegna fjar-
lægðar eiga erfitt með að liafa eftirlit með. Sjá hér skýrslu
dómsmálaráðherra, hls. 27 og 29.
Þegar á heildina er litið, sýnist skipting landsins i smá
stjórnsýsluumdæmi liafa með öðru stuðlað að því ástandi,
að um flest þurfi að leita til Reykjavikur. Ástand, sem
til lengdar hlýtur að teljast óheppilegt frá þjóðhagssjónar-
miði. Þessu til áréttingar læt ég hér nægja að visa til
greinar Vildimars Kristinssonar í þriðja hefti Fjármála-
tíðinda frá árinu 1963, og til landsbyggðaáætlana þeirra,
sem láfnahagsstofnunin vinnur sem óðast að.
h) Gallar gildandi dómstólaskipunar í Rej'kjavik.
Gallar þessir eru að mestu fólgnir í sjálfu skipulagi
dómstólanna og skiptingu málefna milli einstakra em-
hætta i höfuðstaðnum. Nefna má þó, að eðlilegt er að
Seltjarnarneshreppur fvlgi Reykjavík sem umdæmi.
Sumir eiga gallar þessir rót sína að rekja til þess,
að ekki liafa verið talin ráð á að byggja sérstakt dómhús,
sem rúmað gæti dómstólana þrjá, Rorgardóm, Sakadóm
og Eorgarfógetaembættið. Slíkt dómhús mundi skapa
möguleika á hagkvæmari rekstri embættanna. Þau mundu
verða kostnaðarminni, auðveldara yrði að hagnýta ýmsa
skrifstofutækni og mannafla.
Með lögum nr. 98 frá 1961 var skipulagi dómstóla þess-
arra breytt. Var þá skipað i ný embætti þannig, að horgar-
dómarar urðu sjö i stað eins áður, þar af varð einn yfir-
borgardómari. Samskonar skipulagi var komið á við hin
tvö embættin. Átti þetta að tryggja dómstólunum betri og
46
Tímarit lögfræðinga