Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Síða 76
fengur að hinni nákvæmu rannsókn höfundar á löggjöf
og lagaframkvæmd þessara alda, að því er viðfangsefni
hans snertir.
í samhandi við refsingar fyrir meiðyrði og móðganir
gerir höfundur fyrst grein fyrir refsiákvæðnm Jónsbókar
ásamt breytingu á þeim, sem gerð var í réttarbót frá
1311. í 43. gr. réttarbótar frá 1294 er einnig ákvæði, sem
þetta efni varðar. Eftir Jónsbók var refsing fyrir meiðyrði
almennt 4 marka sekt til konungs og fullrétti til þess, sem
misgert var við. 1 réttarbótinni frá 1314 var heimilað
að dæma vægari refsingu fyrir þau fjölmæli, sem smærri
dæmast og til minni hneyksla horfa. Telnr höfundur
ákvæði þetta vera undirstöðu undir ýmsum dómum, þar
sem meiðyrði eru metin hálfréttisorð, þó að ekki sé bein-
línis vitnað lil réttarhótarinnar. Enn fremur greinir höf-
undur dæmi þess, að við meiðyrðum hafi verið heitt til-
teknum viðurlögum, sem engin bein heimild var fyrir í
lögum. Er þar um að ræða svonefnd arhitrær viðurlög,
sem dómstólar töldu sér á þessum timum heimilt að heita
eftir eigin geðþótta, ýmist af þeim sökum, að verknaður
mætti ekki eftir eðli sínu vera refsilaus, eða vegna þess
að hin lögákveðna refsing næði ekki tilgangi sínum.
Merkust slíkra viðurlaga, að því er til meiðyrða tekur,
má telja ómerkingu ummæla, sem tekið er að dæma í
meiðyrðamálum á 17. öld, en lagaheimild um ómerkingu
er fyrst að finna i hinum almennu hegningarlögum frá
1869. Önnur viðurlög, sem höfundur greinir frá og dæmd
voru án beinnar lagaheimildar, voru þau, að sá, sem sekur
reyndist um illmæli, skyldi slá sjálfan sig á munninn eitt
högg eða fleiri framnii fyrir lögmanni og lögréttumönn-
um, og mátti meðal annarra hinn frægi maður Jón Hregg-
viðsson þola slíka refsingu. Æskilegt hefði verið, að höf-
undur hefði kannað, hvort viðurlög þessi væru islenzk að
uppruna eða hvort þau ættu fyrirmynd i erlendri, og þá
helzt danskri, dómaframkvæmd.
Næsla tímabil i sögu meiðyrðalöggjafarinnar er svo
70
Tímarit lögfræðinga