Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 11
að til afskipta ríkisvaldsins kom með lögmæltum vinnuverndarákvæð- um, og eru þau nú á síðari árum í ýmsum löndum orðin að heilum lagabálkum. En jafnframt kom til skjalanna það, sem sköpum skipti í þessum málum. Félagshyggja launþeganna tók að eflast og þeir fóru að efna til þess félagsskapar, stéttarfélaganna, sem áttu eftir að þró- ast til þess veldis, sem þau nú hafa náð, að standa jafnfætis samtök- um vinnuveitenda í samningagerð þessara aðila. Fyrsta stigið í þróunarsögu kjarasamninga mun hafa verið það, að verkalýðsfélögin gáfu út einhliða kauptaxta, og var höfuðatriði þeirra að tryggja launþegum ákveðin lágmarkslaun. Og framan af var það svo, að stéttarfélögin höfðu jafnvel ekki áhuga á því, að gera fasta kj arasamninga vegna þess, að þau töldu það binda hendur sínar um kröfugerð í launa- og kjaramálum og hefta möguleika sína til þess að geta, hvenær sem væri, framfylgt kaupkröfum með verkföllum. Vinnu- veitendur voru einnig framan af fyrir sitt leyti oft andvígir samn- ingum við launþegasamtökin og neituðu að viðurkenna þau sem rétta aðila til að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna. En smám sam- an breyttist afstaða beggja, stéttarfélaganna og vinnuveitendanna. Stéttarfélögin áttuðu sig á því, að kjarasamningar styrktu aflstöðu þeirra, og vinnuveitendur tryggðu sér hinsvegar vinnu- og rekstrar- frið. Kjarasamningarnir urðu þannig einskonar friðarsamningar milli þessara sterku þj óðfélagsafla og fengu æ meira gildi fyrir þjóðarheild- ina. Skilningur stjórnvalda og löggjafarvaldsins á gildi þessara samn- inga kom svo í ljós á ýmsan hátt, svo sem í löggjöf, er að því laut að Hákon Guðmundsson var forseti Félagsdóms 1938—1974, hæstaréttarritari 1936—1964 og yfirborgardómari í Reykjavík frá því ári til árs- loka 1973. Hér birtist fyrirlestur, sem hann flutti 16. maí s.l. á námskeiði Lögfræðingafé- lagsins um vinnurétt. Þar er fjallað um kjara- samninga í þeirri merkingu, sem nú er almennt lögð í það orð, þ. e. samninga milli stéttarfé- laga og vinnuveitenda um kaup og kjör. Fjall- að er um form, aðila og efni kjarasamninga, um gildistíma, afleiðingar vanefnda og um skýringarreglur. Þá er rætt um friðarskyldu aðila á gildistíma samninganna, þýðingu samn- inganna fyrir einstaka meðlimi verklýðsfélaga og fleiri atriði. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.