Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 13
kemur til sögunnar með lögum sem sett eru árið 1925. Vinnuveitenda- samband Islands er stofnað 1934, og loks kemur svo vinnulöggjöfin árið 1938 með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Kjaiasamningai'. Hugtak. Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur geyma eigi neina skýringu á þeim hugtökum, sem lögin nota, svo sem vinnusamningur, stéttarfélag eða vinnustöðvun. En í áliti nefndar þeirrar, sem samdi frv. að lögunum, segir, að með orðinu vinnusamningur, sé átt við það, sem á ensku nefnist collective agreement eða á sænsku kollektivavtal. Nú hafði hugtakið vinnusamningur fyrir gildistöku 1. 80/1938 feng- ið fasta og ákveðna merkingu. (Sjá m. a. Jón Kristjánsson: íslenskur kröfuréttur. Rvík 1913). Táknaði það sérstaka samninga milli hins einstaka verkamanns, launþegans og vinnuveitanda hans. Var því miður heppilegt að taka þetta heiti upp sem nafn á samningum um kaup og kjör milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, auk þess sem þeir samningar eru ekki um vinnu, heldur um kaup og kjör, ef vinnu- samningur stofnast. Líklegt er, að nefndin, sem samdi frv., hafi ekki gert sér grein fyrir þessu atriði, og reyndar kemur orðið vinnusamn- ingur aðeins þrisvar sinnum fyrir í lögunum. Þar er annars talað um samninga milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, samning um kaup og kjör (6. gr.) eða kaupgjaldssamning, sbr. ath. við 6. gr. frv.. Félags- dómur tók hinsvegar þegar á árinu 1940 upp orðið kjarasamningur, Fd. I. 43., í stað vinnusamnings, til að tákna samninga um kaup og kjör milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, eða þá samninga sem á norð- urlöndum eru nefndir tarifavtale, kollektivoverenskomst eða kollektiv- avtal. Síðar fékk þetta hugtak svo lögfestingu með lögum nr. 55/1962, nú lög nr. 46/1973, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sjá og lög um starfskjör launþega o. fl. nr. 9/1974. Form kjarasamninga. í sumum löndum eru ákvæði um það, að kjarasamningur skuli vera skriflegur. Svo er það t. d. í Noregi og Svíþjóð. 1 Danmörku er hins- vegar ekki krafist skriflegs forms. Hér á landi gildir sú regla, að kjara- samningar skuli vera skriflegir, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1938 og 7. gr. laga nr. 46/1973. Ástæðan til þess, að skriflegs forms er krafist, er sú, að mikilsvert er, að ekki leiki á tveimur tungum um það, hvort kjara- samningur hafi stofnast, og að sem ljósast sé, hvert efni hans er. Auðvitað getur stofnast samningur um kaup og kjör milli stéttar- 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.