Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Síða 13
kemur til sögunnar með lögum sem sett eru árið 1925. Vinnuveitenda- samband Islands er stofnað 1934, og loks kemur svo vinnulöggjöfin árið 1938 með lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Kjaiasamningai'. Hugtak. Lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur geyma eigi neina skýringu á þeim hugtökum, sem lögin nota, svo sem vinnusamningur, stéttarfélag eða vinnustöðvun. En í áliti nefndar þeirrar, sem samdi frv. að lögunum, segir, að með orðinu vinnusamningur, sé átt við það, sem á ensku nefnist collective agreement eða á sænsku kollektivavtal. Nú hafði hugtakið vinnusamningur fyrir gildistöku 1. 80/1938 feng- ið fasta og ákveðna merkingu. (Sjá m. a. Jón Kristjánsson: íslenskur kröfuréttur. Rvík 1913). Táknaði það sérstaka samninga milli hins einstaka verkamanns, launþegans og vinnuveitanda hans. Var því miður heppilegt að taka þetta heiti upp sem nafn á samningum um kaup og kjör milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, auk þess sem þeir samningar eru ekki um vinnu, heldur um kaup og kjör, ef vinnu- samningur stofnast. Líklegt er, að nefndin, sem samdi frv., hafi ekki gert sér grein fyrir þessu atriði, og reyndar kemur orðið vinnusamn- ingur aðeins þrisvar sinnum fyrir í lögunum. Þar er annars talað um samninga milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, samning um kaup og kjör (6. gr.) eða kaupgjaldssamning, sbr. ath. við 6. gr. frv.. Félags- dómur tók hinsvegar þegar á árinu 1940 upp orðið kjarasamningur, Fd. I. 43., í stað vinnusamnings, til að tákna samninga um kaup og kjör milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, eða þá samninga sem á norð- urlöndum eru nefndir tarifavtale, kollektivoverenskomst eða kollektiv- avtal. Síðar fékk þetta hugtak svo lögfestingu með lögum nr. 55/1962, nú lög nr. 46/1973, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sjá og lög um starfskjör launþega o. fl. nr. 9/1974. Form kjarasamninga. í sumum löndum eru ákvæði um það, að kjarasamningur skuli vera skriflegur. Svo er það t. d. í Noregi og Svíþjóð. 1 Danmörku er hins- vegar ekki krafist skriflegs forms. Hér á landi gildir sú regla, að kjara- samningar skuli vera skriflegir, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1938 og 7. gr. laga nr. 46/1973. Ástæðan til þess, að skriflegs forms er krafist, er sú, að mikilsvert er, að ekki leiki á tveimur tungum um það, hvort kjara- samningur hafi stofnast, og að sem ljósast sé, hvert efni hans er. Auðvitað getur stofnast samningur um kaup og kjör milli stéttar- 75

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.