Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 22
tímabili, er í 17. gr. vinnulöggjafarinnar, en samkvæmt henni er heim- ilt að beita verkfalli til að knýja fram fullnægju á rétti, sem Félags- dómur hefur dæmt aðila að kjarasamningi til handa. Rísi deila út af því, hvort ákveðin tilvik falli undir friðarskyldu kjarasamnings, er aðalreglan sú, að óheimilt er að hefja ófrið út af því kjaraatriði, fyrr en dómur hefur gengið um það ágreiningsatriði, sem um er að tefla, sbr. meginreglu 17. gr. vinnulöggjafarinnar. Sama er um það, ef annar samningsaðila heldur því fram, að kjarasamn- ingur sé fallinn niður eða að hann sé einhverra hluta vegna ekki leng- ur við hann bundinn. Aðstæður og efni deilu geta þó stundum skipt máli um það, hvernig á þetta er litið. í því sem hér hefur verið sagt um friðarskylduna felst það, að athafnir stéttarfélags megi ekki beinast að því að hnekkja, breyta eða taka upp baráttu fyrir atriðum, sem útkljáð hafa verið með kjara- samningum. Ef krafa um ákveðin hlunnindi hefur t. d. verið sett fram við samningsgerð, en ekki verið tekin til greina, verður hún að bíða næstu samningsgerðar. Að íslenskum lögum er ekki loku fyrir það skotið, að sami maður geti verið félagsmaður í tveimur stéttarfélögum í sömu starfsgrein. Getur þá komið til álita, hversu háttað er skyldum hans eða réttind- um gagnvart vinnuveitanda, ef kj arasamningur stéttarfélaga hans eða kröfur af þeirra hálfu gagnvart þeim sama vinnuveitanda, verða ekki samrýmdar. 1 slíkum tilfellum yrði sá kjarasamningur, er fyrr væri gerður, að ráða úrslitum um réttarstöðu félagsmannsins. Um þetta gekk dómur í Félagsdómi 25. júní þ. á.. Og þar sem nokkur bið verð- ur væntanlega á útgáfu þess dóms í dómsafni þykir rétt að geta hans nánar. Málavextir voru þeir, að vélstjórinn A var félagsmaður í stéttar- félagi vélstjóra á Vestfjörðum. Hann var einnig félagsmaður í Vél- stjórafélagi Islands, sem tekur til alls landsins. Stéttarfélagið á Vest- fjörðum hafði gert kjarasamning við Útvegsmannafélag Vestfjarða. Vélstjórafélag Islands krafðist kjarasamnings við Útvegsmannafélagið og boðaði til verkfalls í því skyni að knýja fram samninga. Þar sem vélstjórinn A var þegar bundinn kj arasamningi, sem félag hans á Vestfjörðum hafði gert við Útvegsmannafélagið, gat Vélstjórafélag Islands ekki krafist þess að A legði niður vinnu í verkfalli þess félags. Með því hefði A brotið þá friðarskyldu, sem stéttarfélag hans hafði gengist undir með þeim kjarasamningi, er það hafði gert. En hvað er um það, ef athafnir stéttarfélags fela ekki í sér kröfu- gerð gagnvart gagnaðila að kjarasamningi, t. d. ef stéttarfélag leggur 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.