Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 24
atvinnurekandann, kjarasamninga, enda hafi félagið ekki samþykkt þá, þ. e. frávikið. Með þessu lagaboði er kjarasamningum gefið sér- stakt gildi, og lagt í hendur aðila hans að ákveða, svo bindandi sé fyrir einstaklinginn, hvaða kjör hann býr við. Aðili kjarasamningsins, stéttarfélagið ,fær hér sjálfstæðan rétt til þess að gera gangskör að því, að hrundið sé vinnusamningi eða þeim einstökum ákvæðum hans, sem brjóta á þann hátt í bága við kjara- samning, að hlutur launþegans verði lakari en kjarasamningurinn kveður á um. Yfirlýsingar stéttarfélagsins um túlkun á einstökum atriðum kjarasamningsins mundu þá væntanlega einnig að þessu leyti binda hendur félagsmannsins, þótt hann sé að vísu ekki með öllu sviptur heimild til að leita réttar síns fyrir dómstólum, ef hann leggur annan skilning í kjarasamningsákvæði en félag hans, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 80/1938. En hætt er við að dómstóll mundi við skýringu á samn- ingnum taka mikið tillit til skýrslu félagsins eða þeirra fyrirsvars- manna þess, sem um samningsgerð fjölluðu. Allmargir dómar hafa um það gengið í Félagsdómi, að viðurkennd- ur hafi verið sjálfstæður réttur stéttarfélagsins til að sækja mál út af þessum atriðum 7. gr. vinnulöggjafarinnar. Að sjálfsögðu koma mörg tilbrigði til mats við skýringu á því, hvort um óheimilt frávik frá kjarasamningi sé að ræða. T. d. getur þar komið til álita, að laun- þeginn telji vinnusamning sinn jafn hagstæðan sér eða hagstæðari en kjarasamninginn. En viðmiðunin mundi verða, hvað stéttarfélagið teldi hagstæðara, og mundi í þeirri túlkun ráða miklu, að hvaða heildar- kjörum hefði verið stefnt með kjarasamningnum. Á tímum lítillar at- vinnu getur einstaklingurinn metið sér hagstæðara að fá vinnu fyrir lægra kaup heldur en að hafa enga vinnu. Það viðhorf hans myndi hinsvegar ekki ráða úrslitum. Lágmarkslaun — hámarkslaun. Fjárhæð launa, kaups, er meðal höfuðatriða hvers kjarasamnings. Samkvæmt 7. gr. vinnulöggjafarinnar er það tvímælalaust ógilt, ef starfsmaður semur sig undir lægri laun en kjarasamningur ákveður. Gæti vinnuveitandi í því efni ekki borið fyrir sig fyrirvaralausa kvitt- un starfsmannsins. En hvað er um það, ef vinnusamningur kveður á um hærra kaup en kjarasamningur ákveður? Eru ákvæði kjarasamn- ingsins lágmarks- eða hámarksákvæði — eða binda þau í báða enda, ef svo mætti segja. Af hálfu stéttarfélagsins er það aðalatriðið að tryggja lágmarks- kaup. En vinnuveitandinn getur átt hagsmuni undir því, að launa- 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.