Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 51
AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Aðalfundur Dómarafélag islands var haldinn dagana 24. og 25. október s.l. í Nýju Tollstöðinni í Reykjavík. Formaður félagsins, Björn Ingvarsson yfirborg- ardómari setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritarar voru tilnefndir Frið- jón Guðröðarson lögreglustjóri og Auður Þorbergsdóttir borgardómari. í upphafi ávarpaði formaður fundarmenn og bauð gesti, er við fundar- setningu voru, velkomna. Gestirnir voru dómsmálaráðherra Ólafur Jóhann- esson, fjármálaráðherra Matthías Á. Mathiesen og nokkrir starfsmenn ráðu- neytanna. Formaður ávarpaði Hákon Guðmundsson fyrrverandi yfirborgar- dómara og afhenti honum skjal vegna þess, að hinn 18. október s.l. var Hákon kjörinn heiðursfélagi Dómarafélags Islands. Þá minntist formaður Sigfúsar Johnsen fyrrverandi bæjarfógeta, sem lést á síðastliðnu starfsári. Því næst ávarpaði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra fundarmenn. I ávarpi sínu ræddi dómsmálaráðherra ýmis mál, sem hann taldi varða dóm- ara sérstaklega. Þ. á m. minntist hann á nokkur lagafrumvörp, sem munu verða lögð fyrir næsta Alþingi. Þá ávarpaði Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra fundarmenn. Fjár- málaráðherra óskaði sérstaklega eftir góðu samstarfi við sýslumenn landsins. Að loknum ávörpum ráðherranna greindi formaður félagsins frá embætta- veitingum á árinu, en þær voru þessar: Kristján Torfason bæjarfógeti, Björn Ingvarsson yfirborgardómari, Pétur Þorsteinsson sýslumaður, Þorgeir Þor- steinsson lögreglustjóri, Barði Þórhallsson bæjarfógeti, Sigurður Gizurarson sýslumaður og Ásgeir Friðjónsson dómari. Þá flutti formaður skýrslu um mál, sem stjórn félagsins hafði til meðferðar. Hákon Guðmundsson fyrrverandi yfirborgardómari ávarpaði fundarmenn og þakkaði þá sæmd, sem félagið sýndi honum. Björn Þ. Guðmundsson borgardómari þakkaði Hákoni Guðmundssyni góð störf í þágu félagsins og jafnframt f þágu Dómarafélags Reykjavíkur. Að morgni 25. október flutti Magnús Thoroddsen borgardómari erindi, sem hann nefndi Námsför til Bandaríkjanna. Magnús greindi frá dómaskipan í Bandaríkjum Norður-Ameríku og jafnframt frá ýmsu athyglisverðu í sam- bandi við meðferð mála þar og þá sérstaklega í sambandi við meðferð einkamála. Eftir hádegi sama dag flutti dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari erindi um Norræna lögfræðingaþingið. Hann rakti sögu þinganna og fjallaði síðan um þýðingu og gildi þeirra. Að síðustu fjallaði Ármann Snævarr um dagskrá væntanlegs lögfræðingaþings, sem halda á í Reykjavík dagana 20.—22. ágúst 1975. Björn Ingvarsson yfirborgardómari var endurkosinn formaður félagsins. Meðstjórnendur voru kjörnir: Andrés Valdimarsson sýslumaður, Böðvar Bragason bæjarfógeti, Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari og Björn Hermannsson tollstjóri. Endurskoðendur voru kosnir Gunnlaugur Briem sakadómari og Unnsteinn Beck borgarfógeti. Auður Þorbergsdóttir Aðalfundur Dómarafélags Reykjavíkur var haldinn f húsakynnum Hæsta- réttar Islands 24. október s.l. I félaginu eru allir skipaðir hæstaréttardómarar og héraðsdómarar í Reykjavík, héraðsdómarar, sem skipaöir eru við embætti 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.