Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Blaðsíða 33
vinnufólki, sem vafalaust á rót sína að rekja til þess, að þá geisuðu hér hvað eftir annað mannskæðar farsóttir. Það, að kjör verkafólks urðu á stundum allsæmileg í trássi við lög og rétt, hefur svo væntanlega átt sinn þátt í því, að jafnan var hér mikil hreyfing milli stétta. Vinnufólk gerðist búðsetumenn, búðsetu- menn festu sér jarðnæði á leigu og gerðust bændur, leiguliðar misstu jarðnæði og urðu búðsetumenn eða hjú og svo framvegis. Af þessari miklu hreyfingu milli stétta leiddi, að rótgróin stéttaskipting náði hér aldrei fótfestu, og eiginleg verkalýðsstétt náði ekki að myndast fyrr en atvinnuskipting þjóðarinnar fer að breytast upp úr miðri 19. öld og kaupstaðir taka að byggjast upp. Hér er ekki unnt að fara mikið út í þá breytingu, sem varð á atvinnuháttum íslendinga á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar, aðeins stiklað á örfáum atriðum. Árið 1850 voru daglaunamenn 0,7% þjóðarinnar, og er þar að mynd- ast fyrsti vísirinn að nútíma verkalýðsstétt; 1880 voru þeir orðnir 1,9% og 1890 3,3%. Ekki eru til sambærilegar tölur frá þessari öld, þar sem manntölin 1901 og síðan telja daglaunamenn hvern til sinnar atvinnu- greinar, en ljóst er, að þróun sú, sem þessar tölur sýna, hélt áfram. Árið 1850 höfðu 82% þjóðarinnar framfæri sitt af landbúnaði, 1890 voru það 64,5%, 1930 35,8% og 1950 19,9%. Á sama tíma byggjast kauptún og kaupstaðir upp frá grunni að heita má. Árið 1850 voru íbúar Reykjavíkur, sem þá mátti heita eini þéttbýlisstaðurinn, 1149. Reykvíkingar voru þá 1,94% landsmanna, en voru 1950 orðnir 39,07%. Alls bjuggu þá (1950) 72,8% þjóðarinnar í bæjum með 300 íbúa eða fleiri, og hinn 1. desember 1972 var sú tala komin í 85,1%. En hver urðu þá áhrif þessarar þróunar á vinnusamninga? Fyrst og fremst þau, að efni þeirra hættir að vera lögbundið eins og það var að miklu leyti, meðan aðrir vinnusamningar en vistarsamningar töldust til undantekninga. Tilskipun um vinnúhjú frá 26. janúar 1866 geymdi að vísu ekki ákvæði um hámarkslaun, og í 15 gr. hennar sagði beinlínis: ,,Hve mikið hjúið skuli hafa í kaup, í hverju og hvenær það skuli goldið, skal komið undir því, er húsbóndinn og hjúið hafa orðið ásátt um.“ 1 framhaldi af þessu segir síðan: „Nú hefur ekki verið ákveð- ið um upphæð kaupsins, og skal hjúið hafa svo mikið í kaup, sem þar er sveitarvenja að gjalda hjúum á því reki.“ í orði ríkti því fullt samningsfrelsi að því er kaupgjald snerti, en svo er að sjá sem sveitar- venjan hafi orðið býsna rík og kaupgjald því í föstum skorðum, hvort sem algengara hefur verið, að kaup væri tilgreint við samningsgerð eða þess látið ógetið. Vistarbandið, sem þá var enn í algleymingi, olli því og, að möguleikar til kröfugerðar voru næsta litlir 1 raun. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.