Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Side 5
jarða, kærur til stjórnvalda og kærur út af stjórnvaldaákvörðunum. Einnig kæmu fleiri málaflokkar til greina, svo sem minni háttar opinber mál og með- ferð einkamála, sem ekki féllu undir gjafsóknar- eða gjafvarnarmál, og jafn- vel enn fleiri málaflokkar. En aðalreglan yrði sú, að hjálpin yrði utan atvinnu- rekstrar. Best færi á að lögmenn veittu þjónustu sfna í þessum málum í tveimur stigum. Fyrra stigið gildi fyrir alla, sem á annað borð eiga rétt á að njóta ókeypis lögfræðiaðstoðar. i því felist viðtal í ca. hálftíma ásamt einni skrif- legri afgreiðslu, t.d. bréfaskrift. Það færi eftir mati lögmannsins á þörf á frek- ari aðstoð hvort á síðara stigið væri farið. Teldi lögmaðurinn, að svo væri, sneri hann sér til yfirvalds, sem hefði með þessi mál að gera, t.d. bæjar- stjóra, og tilkynnti honum, að hann hefði fengið beiðni um ókeypis lögfræði- aðstoð og að hann hefði veitt fyrstu leiðbeiningu. Jafnfram sækti hann um heimild til að veita frekari aðstoð og tilgreindi áætlaðan kostnað. Yrði fallist á að veita aðstoðina, skrifaði bæjarstjóri upp á beiðnina, sem síðan yrði send lögmanninum aftur. Reikningurinn yrði greiddur, eftir að starfanum væri lokið, eftir atvikum með uppáskrift dómara. Ekki finnst mér óeðlilegt að lögmaðurinn gæfi afslátt af reikningi sínum, þegar um opinbera lögfræðihjálp er að ræða. Má lögmaðurinn samt vel við una, þegar þess er gætt, að hér fær hann örugga greiðslu, en því er ekki alltaf að heilsa, þegar unnið er fyrir fólk með takmarkaða greiðslugetu. Guðjón Steingrímsson. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.