Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 6
Arnljótur Björnsson, prófessor
ALMENN SKAÐABÓTALÖG Á NORÐURLÖNDUM
Efni í höfuðdráttum
1. Sögudrög ....................................................bls. 168
2. Almennt um skaðabótalögin ...................................— 171
3. Norsku skaðabótalögin frá 1969 ..............................— 173
4. Sænsku skaðabótalögin frá 1972 ..............................— 177
5. Lauslegur samanburður á norsku og sænsku lögunum og íslenskum
bótareglum ..................................................— 182
6. Helstu nýmæli laganna .......................................— 187
7. Hvað hefur gerst með setningu norrænu laganna? ..............— 191
1. SÖGUDRÖG
Skaðabótarétturinn er, svo sem kúnnugt er, það svið lögfræðinn-
ar, sem styðst einna minnst við settan rétt. Annars staðar á Norður-
löndum hefur orðið breyting á þessu. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
hafa nýlega verið sett almenn lög um skaðabætur. Danir og Islending-
ar búa aftur á móti enn að mestu við ólögfestan skaðabótarétt.
Þau almennu skaðabótalög, sem hér um ræðir, eru þessi
Noregur: Lov om skadeserstatning 13. júní 1969 (nr. 26), sbr. breyt-
ingar með lögum 25. maí 1973 (nr. 26) og 13. febrúar 1976
(nr. 1).
Svíþjóð: Skadestándslagen (1972:207), ásamt síðari breytingum.
Lögin eru prentuð í heild með áorðnum breytingum í
Svensk författningssamling 1975:404. Sjá ennfremur breyt-
ingu í SFS 1975:1357.
Finnland: Skadestándslag nr. 412 1974.
Það eru mikil tíðindi, að þessi lög skuli hafa verið sett. Þar sem
þeirra hefur ekki verið getið sérstaklega á prenti hér á landi, þykir
rétt að kynna aðalefni þeirra. Reyndar er ekki vansalaust, að svo lang-
ur tími skuli líða, án þess að íslensk lögfræðitímarit birti fréttir af
slíkri lagasetningu.
168