Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 7
Norrænir lögfræðingar (að Islendingum undanskildum) hafa ritað mikið um framtíð skaðabótaréttar, einkum eftir síðari heimsstyrj öld- ina. Árið 1946 var af hálfu Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákveðið að halda áfram samvinnu um undirbúning löggjafar, en hún hafði að sjálfsögðu legið niðri á heimsstyrjaldarárunum. Meðal annars var fast- ráðið að endurskoða réttarréglur um skaðabætur utan samninga. Full- trúar ríkjanna þriggja voru sammála um, að æskilegt væri að sérfræð- ingar könnuðu í sameiningu, hvort fært væri að koma á samræmdum reglum um skaðabætur á Norðurlöndum. Finnlandi og Islandi var gef- inn kostur á að taka þátt í frumkönnun á þessu málefni, en það boð var hvorki þegið af Finnum né Islendingum. Á árinu 1951 hófu Finnar þó þátttöku í norrænu samstarfi um löggjöf á sviði skaðabótaxéttar. Árið 1950 voru lagðar fram álitsgerðir þriggja lögfræðinga. Greindu þær frá gildandi skaðabótareglum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og fólu jafnframt í sér tillögur um, hvernig haga skyldi samstarfi um lögfestingu skaðabótareglna á Norðurlöndum. Höfundar álitsgerðanna voru Henry Ussing frá Danmörku, Erling Wikborg frá Noregi og Svíinn Ivar Strahl. Lögfræðingarnir þrír lögðu til, að löggjafarstarfið yrði hafið með því að semja lagareglur um skaðabætur á tveim sérstökum sviðum. Annars vegar um fébótaábyrgð ríkis og sveitai’félaga og hins vegar um skaðabætur fyrir tjón af völdum notkunar ökutækja og vátrygg- ingarskyldu vegna slíkra tjóna. Að því loknu skyldi unnið að samningu almennra laga um skaðabætur utan samninga. Á árunum 1957—1959 skiluðu nefndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hver í sínu lagi áliti um tvö fyrrgreind efni og einnig um breytingar á reglum Arnljótur Björnsson prófessor fjallar í grein þessari um lög þau um skaðabætur, sem sett voru í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi 1969, 1972 og 1974. Meðal nýmæla í lögunum eru ákvæði um heimild til að lækka bætur við ýmsar að- stæður og um milda bótaábyrgð, ákvæði um ábyrgð opinberra aðila, um áhrif eigin sakar og um skaðaverk barna. Arnljótur lýsir skoðunum sínum á gildi þess, að sett séu almenn bótalög, og telur, að nýju norrænu lögin sýni, að erfitt sé að setja slík lög með þeim hætti, að þau hafi verulegt gildi. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.